Berrössuð bíræfni – líf að láni Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2013 06:00 Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun