Grunar keppinaut um rógburð á Facebook Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. desember 2013 13:00 Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. mynd/365 „Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
„Mig grunar að samkeppnisaðili hafi sett inn færslu þar sem gengið er það langt að ásaka starfsfólk okkar að það sé að stela símum af viðskiptavinum sem borga ekki og við ætlum að kæra þetta til lögreglu,“ segir Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdarstjóri City taxi. Í gær var birt eftirfarandi færsla á Facebook síðu ungs stráks:„Í gær var ég mjög dónalegur við leigubílstjóra og neitaði að borga fyrir farið og eftir að hafa rifist við hann hótaði hann að fara með mig á lögreglustöðina og ég varð hræddur og ákvað að reyna hlaupa í burtu án þess að borga fyrir farið. Þegar ég hljóp í burtu gleymdi ég símanum mínum í leigubílnum. Nú er þessi leigubílstjóri að kenna mér lexíu með því að skrifa þessa uppfærslu. Þótt ég hafi verið mjög dónalegur og hagað mér eins og fífl er leigubílstjórinn það góður að leyfa mér að fá símann til baka með þeim skilyrðum að ég borgi einungis farið og að ég biðjast afsökunar á Facebook síðu minni. Vinsamlegast hafðu samband City Taxi leigubílastöð í síma 422 2222 þegar þú hefur uppfyllt þessi skilyrði vinur. Vonandi verður þessi uppfærsla til þess að þú hugsir þig tvisvar ef ekki tvisvar um áður en þú ert með dólg og neitar að borga fyrir far án skýringa. Kær kveðja Hallur leigubílstjóri.“„Ég var að koma frá Samgöngustofu vegna þessarar færslu á Facebook, við erum ekki að taka síma af fólki ef það borgar ekki og það er enginn Hallur að vinna hjá okkur,“ segir Sigtryggur. Þegar hann hefur farið yfir málið með Sveini Andra Sveinssyni lögmanni síðar í dag komi ljós hvernig hægt sé að snúa sér í málinu.Sigtrygg grunar starfsmenn Borgarbílastöðvarinnar um að standa að baki þessu. Þeir hafi gengið ansi langt hingað til og meðal annars hafa þeir að sögn Sigtryggs stolið léni City taxi. City taxi er með lénið www.citytaxi.is en Borgarbílastöðin er með slóðina www.airport-citytaxi.is sem sendir viðkomandi inn á vefsíðu Borgarbílastöðvarinnar www.borgarbilastodin.is. „Ég er á leiðinni til Sveins Andra en hann er Facebook snillingur og getur eflaust fundið út hvaðan þessi færsla um leigubílstjórann Hall er komin,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir Borgarbílastöðina hafa kært City taxi til Hlutafélagaskrár og Neytendastofu. Borgarbílastöðin vilji meina að City taxi hafi tekið nafnið í vondri trú. „Ég veit ekki hvernig það ætti að vera,“ segir hann. Hlutafélagaskrá hafi svo fellt málið niður þar sem engar forsendur hafi verið fyrir kærunni.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira