Árbæingar slegnir, upplifðu mikla ógn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2013 18:50 Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira