Blóðslóð og haglabyssuför mæta íbúum í stigahúsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2013 18:45 Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira