Meira læknadóp í unglingapartíum María Lilja Þrastardóttir skrifar 21. nóvember 2013 18:42 Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira