Það þarf að opna augu fólks - "Við erum sem betur fer ekki öll eins“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. nóvember 2013 23:03 "Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. „Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún. Reykjavík Trúmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
„Mér finnst algjört bull að lögreglan hafi ekki ætlað að rannsaka eða gera neitt í þessu,“ segir Azra Crnas, 16 ára stúlka úr Keflavík um það að lögreglan hafi ekki ætlað að afhafast nokkuð í því þegar svínshausum og blóði var komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi. Azra er fædd og uppalin á Íslandi og segist hafa tileinkað sér íslenska siði. En hún er frá Bosníu þar sem Íslam eru ríkjandi trúarbrögð og er sjálf Íslams trúar. Azra hafði sjálf samband við fréttastofu sem ákvað að heyra hvað hún hefði að segja. „Á Íslandi eiga allir að njóta mannréttinda og allir eiga rétt á að iðka og hafa sína trú. Þess vegna finnst mér ömurlegt að þegar svona mál kemur upp sem er greinilega lögbrot að það eigi ekki að gera neitt,“ segir Azra. Um það að nú hafi Óskar Bjarnason játað að hafa verið þarna að verki ásamt fleirum segir hún að það sé enn verra ef ekkert komi út úr störfum lögreglu, sem hafa þó eftir játningu Óskars boðað hann til yfirheyrslu. „Ég mun ekki geta skilið það ef hann verður ekki kærður og velti því fyrir mér hvort við múslimar getum þá kært hann. Ég vona bara að lögreglan haldi áfram með þetta mál,“ segir hún. Hún telur að fólk þurfi að vera upplýstara um trú og trúarbrögð. „Það þarf að opna augu fólks, til dæmis með meiri trúarbragðakennslu og þá er ég ekkert að meina að kenna fólki bara um múslima, heldur um öll trúarbrögð og hvernig heimurinn í kringum okkur er. Við erum sem betur fer ekki öll eins og við verðum læra að bera virðingu fyrir hvert öðru,“ segir Azra. „Það er langt í frá að alir múslimar tilheyri einhverjum öfgahópum og ég held að það sé nú bara svipað með þá og aðra sem trúa á eitthvað annað. Andres Breivik er til dæmis bara kristinn og var samt fær um að fremja mjög alvarlega glæpi, einmitt af ótta við múslima,“ segir hún.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira