Alonso blæs á sögusagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:15 Alonso í sólinni á Ítalíu. Nordicphotos/Getty Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá. Formúla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá.
Formúla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira