Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik 4. júní 2013 11:36 Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira