Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2013 18:50 Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. Tollvörðurinn var leystu frá störfum þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald í kjölfar þess að upp komst um tilraun til að smygla um 17 kíló af amfetamíni og einum komma sjö lítrum af amfetamínbasa í póstsendingu frá Danmörku. Frændi tollvarðarins er sagður einn af höfuðpaurunum í málinu og af þeim sökum mun grunur hafa beinst að honum upphaflega. Talið var að tollvörðurinn hefði séð til þess að fíkniefnahundur hafi ekki verið við vinnu þegar sendingin kom til landsins. Ekkert benti hinsvegar til þess að sá grunur væri á rökum reistur. Að sögn Ómars Bjarnþórssonar, lögmanni tollvarðarins, neitaði skjólstæðingur hans sök allan tímann sem hann sat í gæsluvarðhaldi og lagði fram gögn og vitnisburði máli sínu til stuðnings. Farið var yfir öll símasamskipti þeirra frænda og leiddi sú rannsókn ekkert misjafnt í ljós. Tollvörðurinn hyggst núna stefna ríkinu til greiðslu miskabóta fyrir að hafa setið í einangrun að ósekju. Að sögn Ómars liggur ekki fyrir hversu há upphæðin verður en ljóst sé að um margar milljónir sé að ræða. Tollvörðurinn mun í næstu viku hefja störf hjá embætti tollstjóra á nýjan leik. Hann var á hálfum launum þann tíma sem hann var frá vinnu en fær nú afturvirkt full laun.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira