Nýir grunaðir í máli Madeleine McCann Jóhannes Stefánsson skrifar 18. maí 2013 11:20 Foreldrar McCann hafa leitað að stúlkunni síðan 2007 Mynd/ AFP Bresk lögregluyfirvöld segja nýja menn grunaða í máli Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hefur verið týnd síðan 2007. Embættismenn á vegum Scotland Yard sögðu Sky News að eftir ítarlegri athugun á málinu hafi verið gerður listi af fólki sem þeir hyggist yfirheyra í tengslum við hvarf stúlkunnar. Athugunin hófst árið 2011 þegar yfirvöld hófu að nýju að rannsaka hvað gæti hafa komið fyrir stúlkuna sem var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf úr íbúð sem fjölskylda hennar hafði til afnota í Praira da Luz í Portúgal fyrir sex árum síðan. „Tilgangur athugunarinnar var að líta málið nýjum augum og það er alltaf ávinningur af slíku. Athugunin hefur einnig leitt í ljós rannsóknar- og réttarmeinafræðileg tækifæri til að styðja við portúgalana. Það er hópur af fólki sem væri vert að athuga í tengslum við málið þó ekki væri nema til að útiloka þau," sagði Hamish Campbell, rannsóknarlögreglumaður í viðtali við Sky News. Portúgölsk yfirvöld voru á sínum tíma harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn sína á málinu, en þau fóru upphaflega með rannsókn þess. Rannsóknin beindist upphaflega að foreldrum McCann, en rannsókn á þeim var hætt í júlí 2008, þegar saksóknari sagði að það væri ekkert sem benti til þess að þau væru viðriðin málið á saknæman hátt. Foreldrar McCann skildu við hana, bróðir hennar Sean og tvíburasystur hans á meðan þau fóru út að borða á veitingastað steinsnar frá íbúðinni í maí 2007. Hún hvarf örfáum dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Nánar er fjallað um málið á vef Fox News. Madeleine McCann Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Bresk lögregluyfirvöld segja nýja menn grunaða í máli Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hefur verið týnd síðan 2007. Embættismenn á vegum Scotland Yard sögðu Sky News að eftir ítarlegri athugun á málinu hafi verið gerður listi af fólki sem þeir hyggist yfirheyra í tengslum við hvarf stúlkunnar. Athugunin hófst árið 2011 þegar yfirvöld hófu að nýju að rannsaka hvað gæti hafa komið fyrir stúlkuna sem var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf úr íbúð sem fjölskylda hennar hafði til afnota í Praira da Luz í Portúgal fyrir sex árum síðan. „Tilgangur athugunarinnar var að líta málið nýjum augum og það er alltaf ávinningur af slíku. Athugunin hefur einnig leitt í ljós rannsóknar- og réttarmeinafræðileg tækifæri til að styðja við portúgalana. Það er hópur af fólki sem væri vert að athuga í tengslum við málið þó ekki væri nema til að útiloka þau," sagði Hamish Campbell, rannsóknarlögreglumaður í viðtali við Sky News. Portúgölsk yfirvöld voru á sínum tíma harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn sína á málinu, en þau fóru upphaflega með rannsókn þess. Rannsóknin beindist upphaflega að foreldrum McCann, en rannsókn á þeim var hætt í júlí 2008, þegar saksóknari sagði að það væri ekkert sem benti til þess að þau væru viðriðin málið á saknæman hátt. Foreldrar McCann skildu við hana, bróðir hennar Sean og tvíburasystur hans á meðan þau fóru út að borða á veitingastað steinsnar frá íbúðinni í maí 2007. Hún hvarf örfáum dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Nánar er fjallað um málið á vef Fox News.
Madeleine McCann Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira