Það þarf velferðarkerlingu á þing Björk Vilhelmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 17:29 Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar