Verða heimilin látin brenna áfram 26. apríl 2013 21:36 Hugsum málið til enda. Framsóknarflokkurinn er eini gamli fjórflokkurinn sem hefur staðið í lappirnar með heimilum landsins þó án þess að geta hingað til komið þeim til bjargar og er eini gamli fjórflokkurinn sem lofar að standa með heimilunum eftir næstu kosningar ef þeir komast til valda. Þeir munu að öllum líkindum verða sá flokkur sem fær fyrstur stjórnarmyndunarumboðið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En þá kemur stóra spurningin, með hvaða stjórnmálaflokki ætlar Framsóknarflokkurinn að ná þessum markmiðum sínum og loforðum fram. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei, aldrei, láta Framsókn verða þann flokk sem neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilana, því þá mun Framsókn standa eftir með pálmann í höndunum sem drottnari Sjálfstæðisflokksins og þá mun Sjálfstæðisflokkurinn, eins og honum er stjórnað í dag með Bjarna Ben í forystu, frekar fórna heimilum landsins og láta þau brenna. Samfylkingin og útfrymið þeirra, Björt framtíð, hafa enga aðra sýn en að ganga í Evrópusambandið sem allir sem vilja horfast í augu við það vita að Evran verður ekki tekin upp hér fyrr en eftir 4 til 8 ár og þann tíma hafa heimilin ekki og brenna upp á meðan. Vinstri grænir vilja helst skattleggja svo meðal og smá fyrirtæki landsins að ekkert verði eftir og þá geta þau ekki borgað fyrirvinnum heimilanna laun á meðan og heimilin brenna upp. Heimilin eru ekki að treysta hinum nýju framboðunum og þeim sem að þeim standa til að gera það sem þarf að gera. Sum framboðin töpuðu sér í stjórnarskrármálinu og önnur eiga bara dýra ljósritunarvél til að kópera góðar hugmyndir annara en eru á meðan sagðar fjármagnaðar af sjávarútvegsfyrirtæki og þar að auki með fortíðardraugs formann og á meðan brenna heimilin upp. Ég hvet fólk til að hugsa málið til enda, festa Framsóknar í þessum málum er að skila þeim sennilega bestu kosningu sögunnar en þó hafa þeir líka ákveðna drauga sem dúkka upp á móti manni á kjörseðlinum þó einhverjum langi til að merkja við þá sem mun valda því að Framsókn mun aldrei fá meira en 25 til 30 % fylgi er ég viss um. Hvernig ætlum við þeim þá að geta staðið við loforðin, eins og ég sagði hér fyrr þá verður þeim ekki leyft að vera sigurvegararnir sem björguðu heimilum landsins og heimilin verða því miður látin brenna upp á því pólitíska hráskinnabáli. Ég, sem fyrrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins, get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á meðan honum er stjórnað eins og honum er stjórnað í dag. Ég get heldur ekki kosið Framsókn vegna þess sem ég segi hér að ofan og vegna þess að þegar ég hugsa til þess þá poppa alltaf upp myndir í huga mínum af Finni Ingólfssyni, Ólafi Ólafssyni og fleirum. Sjálfstæðisflokkurinn er að mínu mati ekki lengur fyrir venjulega Sjálfstæðismenn, hann er í dag bara fyrir eigendur verðtryggðu skuldanna okkar hinna og aðra sérhagsmunahópa stórfyrirtækja og fjármagnseigenda sem vilja halda okkur í skuldafjötrum verðtryggingar áfram og hugsa þar með eingöngu um eigin hag en gleyma hag heildarinnar, heimilanna og fjölskyldnanna sem þar búa. Það hefur að mínu mati vantað alvöru valkost fyrir mig og miklu fleiri sem mun geta hjálpað og eða neytt Framsókn til að standa við stóru orðin og bjarga heimilum landsins af þessu pólitíska báli sem mun brenna þau upp til agna ef ekkert verður gert. Þess vegna kom ég að stofnun á nýjum flokki sem býður nú fram til Alþingis í öllum kjördæmum, þessi flokkur hefur mjög einfalda stefnuskrá sem er algjörlega miðuð að heimilum landsins og björgun þeirra úr þeirri skulda, framfærslu og verðtryggingaránauð sem þau hafa verið föst í undanfarna áratugi. Þessi flokkur er Flokkur heimilanna. Verð samt að bæta því hér við að ég bjóst aldrei við að skrifa svo lofsamlega um Framsókn, en störf mín í stjórn og sem varaformaður í Hagsmunasamtökum heimilanna sem sjálfboðaliði seinustu rúm þrjú ár hafa sýnt mér að núna snýst þetta ekki lengur um flokkanöfn eða hægri eða vinstri, þetta snýst um að bjarga heimilum og fjölskyldum landsins, en til þess þarf Framsóknarflokkurinn hjálp sem er ekki að finna í neinum öðrum flokki en Flokki heimilanna. Að öðrum kosti er einsýnt að við sitjum uppi með tvo af gömlu fjórflokkunum í ríkisstjórn og þá munu heimilin brenna, því miður. Ég vil ekki að börnunum mínum verði boðið upp á verðtryggt lán með öllu sem því fylgir. Vilhjálmur Bjarnason , Ekki fjárfestir. 1 sæti í Suðurkjördæmi á lista Flokks heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum málið til enda. Framsóknarflokkurinn er eini gamli fjórflokkurinn sem hefur staðið í lappirnar með heimilum landsins þó án þess að geta hingað til komið þeim til bjargar og er eini gamli fjórflokkurinn sem lofar að standa með heimilunum eftir næstu kosningar ef þeir komast til valda. Þeir munu að öllum líkindum verða sá flokkur sem fær fyrstur stjórnarmyndunarumboðið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En þá kemur stóra spurningin, með hvaða stjórnmálaflokki ætlar Framsóknarflokkurinn að ná þessum markmiðum sínum og loforðum fram. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei, aldrei, láta Framsókn verða þann flokk sem neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilana, því þá mun Framsókn standa eftir með pálmann í höndunum sem drottnari Sjálfstæðisflokksins og þá mun Sjálfstæðisflokkurinn, eins og honum er stjórnað í dag með Bjarna Ben í forystu, frekar fórna heimilum landsins og láta þau brenna. Samfylkingin og útfrymið þeirra, Björt framtíð, hafa enga aðra sýn en að ganga í Evrópusambandið sem allir sem vilja horfast í augu við það vita að Evran verður ekki tekin upp hér fyrr en eftir 4 til 8 ár og þann tíma hafa heimilin ekki og brenna upp á meðan. Vinstri grænir vilja helst skattleggja svo meðal og smá fyrirtæki landsins að ekkert verði eftir og þá geta þau ekki borgað fyrirvinnum heimilanna laun á meðan og heimilin brenna upp. Heimilin eru ekki að treysta hinum nýju framboðunum og þeim sem að þeim standa til að gera það sem þarf að gera. Sum framboðin töpuðu sér í stjórnarskrármálinu og önnur eiga bara dýra ljósritunarvél til að kópera góðar hugmyndir annara en eru á meðan sagðar fjármagnaðar af sjávarútvegsfyrirtæki og þar að auki með fortíðardraugs formann og á meðan brenna heimilin upp. Ég hvet fólk til að hugsa málið til enda, festa Framsóknar í þessum málum er að skila þeim sennilega bestu kosningu sögunnar en þó hafa þeir líka ákveðna drauga sem dúkka upp á móti manni á kjörseðlinum þó einhverjum langi til að merkja við þá sem mun valda því að Framsókn mun aldrei fá meira en 25 til 30 % fylgi er ég viss um. Hvernig ætlum við þeim þá að geta staðið við loforðin, eins og ég sagði hér fyrr þá verður þeim ekki leyft að vera sigurvegararnir sem björguðu heimilum landsins og heimilin verða því miður látin brenna upp á því pólitíska hráskinnabáli. Ég, sem fyrrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins, get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á meðan honum er stjórnað eins og honum er stjórnað í dag. Ég get heldur ekki kosið Framsókn vegna þess sem ég segi hér að ofan og vegna þess að þegar ég hugsa til þess þá poppa alltaf upp myndir í huga mínum af Finni Ingólfssyni, Ólafi Ólafssyni og fleirum. Sjálfstæðisflokkurinn er að mínu mati ekki lengur fyrir venjulega Sjálfstæðismenn, hann er í dag bara fyrir eigendur verðtryggðu skuldanna okkar hinna og aðra sérhagsmunahópa stórfyrirtækja og fjármagnseigenda sem vilja halda okkur í skuldafjötrum verðtryggingar áfram og hugsa þar með eingöngu um eigin hag en gleyma hag heildarinnar, heimilanna og fjölskyldnanna sem þar búa. Það hefur að mínu mati vantað alvöru valkost fyrir mig og miklu fleiri sem mun geta hjálpað og eða neytt Framsókn til að standa við stóru orðin og bjarga heimilum landsins af þessu pólitíska báli sem mun brenna þau upp til agna ef ekkert verður gert. Þess vegna kom ég að stofnun á nýjum flokki sem býður nú fram til Alþingis í öllum kjördæmum, þessi flokkur hefur mjög einfalda stefnuskrá sem er algjörlega miðuð að heimilum landsins og björgun þeirra úr þeirri skulda, framfærslu og verðtryggingaránauð sem þau hafa verið föst í undanfarna áratugi. Þessi flokkur er Flokkur heimilanna. Verð samt að bæta því hér við að ég bjóst aldrei við að skrifa svo lofsamlega um Framsókn, en störf mín í stjórn og sem varaformaður í Hagsmunasamtökum heimilanna sem sjálfboðaliði seinustu rúm þrjú ár hafa sýnt mér að núna snýst þetta ekki lengur um flokkanöfn eða hægri eða vinstri, þetta snýst um að bjarga heimilum og fjölskyldum landsins, en til þess þarf Framsóknarflokkurinn hjálp sem er ekki að finna í neinum öðrum flokki en Flokki heimilanna. Að öðrum kosti er einsýnt að við sitjum uppi með tvo af gömlu fjórflokkunum í ríkisstjórn og þá munu heimilin brenna, því miður. Ég vil ekki að börnunum mínum verði boðið upp á verðtryggt lán með öllu sem því fylgir. Vilhjálmur Bjarnason , Ekki fjárfestir. 1 sæti í Suðurkjördæmi á lista Flokks heimilanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar