Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 25-24 | 1-0 fyrir Fram Sigmar Sigfússon í Safmýri skrifar 12. apríl 2013 19:30 Mynd/Stefán Fram er komið í 1-0 á móti ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leikinn með einu marki, 25-24, eftir spennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Elísabet Gunnarsdóttir var með sex mörk. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV og Florentina Stanciu varði 19 skot í markinu. ÍBV byrjaði leikinn frábærlega og komst mest fimm mörkum yfir, 8-3, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Framkonur náðu að jafna í 13-13 fyrir hálfleik og voru síðan mun sterkari í seinni hálfleiknum eftir að hafa byrjað hálfleikinn á 5-1 spretti. Fram varð fyrir áfalli í leiknum þegar landsliðsskyttan Stella Sigurðardóttir meiddist og gat ekki klárað leikinn. Framliðið náði mest fjögurra marka mun í seinni hálfleiknum en Eyjakonur gáfust ekki upp, náðu að minnka muninn í eitt mark rétt fyrir leikslok en þær komust ekki nær. ÍBV-stúlkur mættu virkilega baráttuglaðar til leiks og byrjuðu leikinn mun betur en heimastúlkur. ÍBV spilaði fanta góða vörn sem Framstúlkur áttu fá svör við og þá átti Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, stórleik á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur komust mest í fjögurra marka forystu, 2-6, á 10. mínútu leiksins. Hægt og rólega komust Framarar inn í leikinn og byrjaðu að saxa á forskot ÍBV. Framarar byrjuðu að spila vörnina ögn framar og ÍBV átti í erfiðleikum með að komast í gegn. Eftir 20. mínútur af fyrri hálfleik jöfnuðu Framarar leikinn og allt í járnum. Þær náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir 27 mínútur og áhorfendur í Safamýrinni tóku vel við sér. Staðan í hálfleik var 13 – 13. Heimastúlkur gáfu strax tóninn í upphafi seinnihálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var með undirtökin næstu mínútur og náðu mest fimm marka forystu á 46. Mínútu, 22 -17. ÍBV neitaði að gefast upp og komu sér inn leikinn á ný. Staðan var 25 – 23 þegar um tvær mínútur voru eftir en þá varði Hildur Gunnarsdóttir, markmaður Fram, mikilvægan bolta. IBV náði samt að minnkaði muninn í 25 -24 en nær komust Eyjastúlkur ekki og leikurinn endaði því með eins marka sigri Framara, 25 – 24. Stórskytta Framstúlkna, Stella Sigurðardóttir, meiddist í upphafi seinni hálfleiks og spilaði nánast ekkert fyrir Fram í hálfleiknum. Við vonum að það sé ekki neitt alvarlegt því það yrði mikið áfall fyrir Safamýraliðið að missa hana út. Birna Berg : Mættum ekki til leiks í fyrri hálfleikBirna Berg Haraldsdóttir, skytta Fram, átti mjög góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. „Ég er bara fegin að þetta fór ekki ver, við einfaldlega mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og heppnar að forskotið var ekki meira í upphafi. En við unnum upp fjögurra marka forskot sem er mjög jákvætt fyrir okkur en við töpuðum því aftur niður í seinni hálfleik svo þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Birna Berg Haraldsdóttir, skytta Framara, eftir leikinn. „Við náðum að snúa þessu okkur í vil og þegar við komust í gang er mjög erfitt að stoppa okkur. Við sýndum mikinn karakter og það voru allir í liðinu vaknaðir á þeim tímapunkti, fengum vörslu og vörnin varð betri," sagði Birna. „Ég er alveg ótrúlega ánægð með Hildi markmann í þessum leik, örugglega hennar stærsti leikur á ferlinum og hún er að koma mjög vel út úr honum. Hún er bara átján ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér," sagði Birna. ,,Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudaginn, alltaf erfitt að koma til Eyja og spila svo við verðum að eiga mun betri leik þar en við áttum í kvöld," sagði Birna Berg að lokum. Elliði: Galopinn leikur á löngum köflum„Fyrir það fyrsta erum við ofsalega stoltir af liðinu okkar, þær eru búnar að vaxa með hverri einustu þraut í allan vetur. Við erum búnar að vera færa okkur nær og nær Framliðinu seinustu tvö ár. Núna vorum við í hörkuleik sem við töpum með einu marki og við missum boltann tvisvar á síðustu tveimur mínútum leiksins þannig að þetta var galopinn leikur á löngum köflum," sagði Elliði Vignisson, aðstoðarþjálfari IBV og bæjarstjóri Vestmanneyja, eftir leikinn. „Við missum tvisvar sinnum mann útaf með tvær og þær komu sömuleiðis framar á okkur í vörninni. Við náðum ekki að leysa það nógu vel og við vorum ekki heldur nógu hreyfanlegar. Það vantaði stöðuskiptingar og við spiluðum þann bolta sem þær vildu að við myndum spila í staðinn fyrir að stjórna því sjálf," sagði Elliði. „Í seinni hálfleik byrjuðu þær virkilega vel en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með því að fara stjórna okkar leik sjálfar. Flora var stórkostleg í markinu og hún er þvílíkur hvalreki fyrir íslenska kvennalandsliðið okkar, stemningin og gleðin sem hún smitar út frá sér, fyrir utan það auðvitað að loka markinu á tímabili," sagði Elliði. „Við spiluðum bara vel í 50 mínútur í leiknum, það er ekki nóg, maður verður að spila vel í 60 mínútur í leik til þess að sigra," sagði Elliði. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Fram er komið í 1-0 á móti ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leikinn með einu marki, 25-24, eftir spennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Elísabet Gunnarsdóttir var með sex mörk. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV og Florentina Stanciu varði 19 skot í markinu. ÍBV byrjaði leikinn frábærlega og komst mest fimm mörkum yfir, 8-3, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Framkonur náðu að jafna í 13-13 fyrir hálfleik og voru síðan mun sterkari í seinni hálfleiknum eftir að hafa byrjað hálfleikinn á 5-1 spretti. Fram varð fyrir áfalli í leiknum þegar landsliðsskyttan Stella Sigurðardóttir meiddist og gat ekki klárað leikinn. Framliðið náði mest fjögurra marka mun í seinni hálfleiknum en Eyjakonur gáfust ekki upp, náðu að minnka muninn í eitt mark rétt fyrir leikslok en þær komust ekki nær. ÍBV-stúlkur mættu virkilega baráttuglaðar til leiks og byrjuðu leikinn mun betur en heimastúlkur. ÍBV spilaði fanta góða vörn sem Framstúlkur áttu fá svör við og þá átti Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, stórleik á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur komust mest í fjögurra marka forystu, 2-6, á 10. mínútu leiksins. Hægt og rólega komust Framarar inn í leikinn og byrjaðu að saxa á forskot ÍBV. Framarar byrjuðu að spila vörnina ögn framar og ÍBV átti í erfiðleikum með að komast í gegn. Eftir 20. mínútur af fyrri hálfleik jöfnuðu Framarar leikinn og allt í járnum. Þær náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir 27 mínútur og áhorfendur í Safamýrinni tóku vel við sér. Staðan í hálfleik var 13 – 13. Heimastúlkur gáfu strax tóninn í upphafi seinnihálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var með undirtökin næstu mínútur og náðu mest fimm marka forystu á 46. Mínútu, 22 -17. ÍBV neitaði að gefast upp og komu sér inn leikinn á ný. Staðan var 25 – 23 þegar um tvær mínútur voru eftir en þá varði Hildur Gunnarsdóttir, markmaður Fram, mikilvægan bolta. IBV náði samt að minnkaði muninn í 25 -24 en nær komust Eyjastúlkur ekki og leikurinn endaði því með eins marka sigri Framara, 25 – 24. Stórskytta Framstúlkna, Stella Sigurðardóttir, meiddist í upphafi seinni hálfleiks og spilaði nánast ekkert fyrir Fram í hálfleiknum. Við vonum að það sé ekki neitt alvarlegt því það yrði mikið áfall fyrir Safamýraliðið að missa hana út. Birna Berg : Mættum ekki til leiks í fyrri hálfleikBirna Berg Haraldsdóttir, skytta Fram, átti mjög góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. „Ég er bara fegin að þetta fór ekki ver, við einfaldlega mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og heppnar að forskotið var ekki meira í upphafi. En við unnum upp fjögurra marka forskot sem er mjög jákvætt fyrir okkur en við töpuðum því aftur niður í seinni hálfleik svo þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Birna Berg Haraldsdóttir, skytta Framara, eftir leikinn. „Við náðum að snúa þessu okkur í vil og þegar við komust í gang er mjög erfitt að stoppa okkur. Við sýndum mikinn karakter og það voru allir í liðinu vaknaðir á þeim tímapunkti, fengum vörslu og vörnin varð betri," sagði Birna. „Ég er alveg ótrúlega ánægð með Hildi markmann í þessum leik, örugglega hennar stærsti leikur á ferlinum og hún er að koma mjög vel út úr honum. Hún er bara átján ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér," sagði Birna. ,,Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudaginn, alltaf erfitt að koma til Eyja og spila svo við verðum að eiga mun betri leik þar en við áttum í kvöld," sagði Birna Berg að lokum. Elliði: Galopinn leikur á löngum köflum„Fyrir það fyrsta erum við ofsalega stoltir af liðinu okkar, þær eru búnar að vaxa með hverri einustu þraut í allan vetur. Við erum búnar að vera færa okkur nær og nær Framliðinu seinustu tvö ár. Núna vorum við í hörkuleik sem við töpum með einu marki og við missum boltann tvisvar á síðustu tveimur mínútum leiksins þannig að þetta var galopinn leikur á löngum köflum," sagði Elliði Vignisson, aðstoðarþjálfari IBV og bæjarstjóri Vestmanneyja, eftir leikinn. „Við missum tvisvar sinnum mann útaf með tvær og þær komu sömuleiðis framar á okkur í vörninni. Við náðum ekki að leysa það nógu vel og við vorum ekki heldur nógu hreyfanlegar. Það vantaði stöðuskiptingar og við spiluðum þann bolta sem þær vildu að við myndum spila í staðinn fyrir að stjórna því sjálf," sagði Elliði. „Í seinni hálfleik byrjuðu þær virkilega vel en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með því að fara stjórna okkar leik sjálfar. Flora var stórkostleg í markinu og hún er þvílíkur hvalreki fyrir íslenska kvennalandsliðið okkar, stemningin og gleðin sem hún smitar út frá sér, fyrir utan það auðvitað að loka markinu á tímabili," sagði Elliði. „Við spiluðum bara vel í 50 mínútur í leiknum, það er ekki nóg, maður verður að spila vel í 60 mínútur í leik til þess að sigra," sagði Elliði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni