Miklu púðri eytt í tittlingaskít Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2013 11:07 Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“ Kosningar 2013 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„ Lítill fugl hvíslaði að þér að það eigi að skúbba einhverju um mig frá því að ég bjó í Hveragerði þegar ég var 14 ára.“ Þetta skrifaði Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Birgitta skrifar um tilraunir sínar með sjóveikispillur, barnaperra sem hún reyndi að fá vikið frá störfum, og að lokum gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir fréttaflutning í aðdraganda kosninganna.„Annars þá finnst mér þessar persónulegu árásir í kringum þingkosningarnar með einhverju því alömurlegasta sem ég man eftir. Ég ætla ekki að fara á þetta sama plan og mun ekki eyða einni einustu mínútu í að leita uppi slíka hluti um frambjóðendur annarra framboða.“ Vísir hafði samband við Birgittu og spurði hana nánar út í færsluna. „Það var hringt í mig og ég látin vita að það væri verið að reyna að grafa eitthvað upp um mig sem tengdist Hveragerði, og þetta var það eina sem mér datt í hug að fólk hefði getað grafið upp um mig þar. Ég hef alltaf komið hreint og beint fram með mína fortíð og ég er bara ánægð með hana þar sem hún varð til þess að ég er aðeins skárri manneskja í dag. En auðvitað var þetta háð líka. Þetta er komið út í svo mikla vitleysu.“ Birgitta vísar þar til fréttaflutnings síðustu daga þar sem bakgrunnur frambjóðenda til Alþingis hefur verið skoðaður. Hún segir samanburð við Wikileaks ekki eiga við. „Wikileaks gengur ekki út á að pósta upplýsingum um einstaklinga sem skipta ekki máli heldur að pósta upplýsingum sem eiga erindi til almennings út af almannaheillum, opinberum upplýsingum sem almenningur á að hafa aðgengi að.“ Aðspurð hvort kjósendur eigi ekki rétt á að vita sem mest um þá sem þeir greiða atkvæði segir hún það vera gott í sumum tilfellum. „Mér fannst mjög fínt að vita af þessum mönnum í 14. sæti hjá okkur sem hefðu hugsanlega getað orðið varamenn ef við hefðum fengið 200 þúsund atkvæði. En það voru mikil mistök að tína til mál mannsins hjá Alþýðuhreyfingunni sem missti heimili sitt. Síðan kemur í ljós að hann hafði unnið málið í Hæstarétti. Það á ekki að setja hann í sama hóp og menn sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisverk.“Finnst kosningabaráttan orðin ljót Birgitta segir það þjóðfélagsmein hversu erfitt það er fyrir fólk sem setið hefur í fangelsi að koma aftur inn í samfélagið. „Það væri athyglisvert að taka það saman hversu há prósenta Íslendinga hafa verið dæmdir. Þeir sem hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu eiga fullan rétt á því að fá að taka þátt í samfélaginu. Hjörleifur, þessi sem er í 14. sæti á mínum lista, ef við værum búin að innleiða þingsályktunina sem ég lagði fram áður en þinginu lauk um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu þá væri þessi maður ekki með svona marga dóma á bakinu og væri væntanlega ekki í sömu vandræðum og hann hefur verið í lífinu.“ Birgitta segir nauðsynlegt að stigið sé varlega til jarðar í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst þessi kosningabarátta núna orðin pínu ljót. Það er miklu púðri eytt í það sem ég kalla tittlingaskít, fyrir utan þetta mál með hann Inga sem var hjá okkur. Þá er ég bara að tala almennt, ég upplifi okkur ekki sem eitthvað fórnarlamb í þessu máli. Við höfum alveg bein í nefinu til að taka því þó menn dragi upp sjö ára gamlar bloggfærslur. Almennt séð vona ég að við séum ekki að fara út í þannig tegund af kosningabaráttu að hún fari að snúast um smáatriðin á meðan stóru málin eru ekki rædd.“
Kosningar 2013 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira