Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson 4. apríl 2013 11:56 Árni Johnsen ætlar að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Mynd/ GVA Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin. Kosningar 2013 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin.
Kosningar 2013 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira