Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Sigmar Sigfússon í Mýrinni skrifar 4. apríl 2013 13:25 Mynd/Vilhelm Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni