Eigum að hætta að tuða í dómaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 12:15 Aron Einar Gunnarsson Mynd/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vonast til að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. Aron var í banni í síðasta leik en verður væntanlega á sínum stað á miðjunni þegar flautað verður til leiks í kvöld. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Undirbúningurinn hefur verið góður enda allir heilir og flottir," sagði Aron Einar sem þurfti að fylgjast með þegar að Ísland tapaði fyrir Sviss í haust. „Það var erfitt að sitja upp í stúku og horfa upp á tap en nú er ég kominn aftur og hlakka til að taka þátt." „Ég reikna með að þetta verði keyrsla fyrir okkar leikmenn í kvöld. Slóvenar eru með sókndjarfa bakverði og það verður að vera vinnsla í okkar liði á öllum vígstöðum ef við ætlum að ná einhverju úr þessum leik." „En við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið og halda marga fundi. Við vitum hvað við erum að fara út í." Strákarnir hafa lent í basli með gulu spjöldin en alls eru þrír Íslendingar í banni í kvöld - Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson. „Lars hefur ítrekað við okkur að forðast allt tuð í dómurum og annað sem gæti kostað gult spjald. Menn geta fengið gul spjöld, til dæmis fyrir brot sem áttu ekki að verðskulda áminningu," sagði hann og brosti. Aron Einar fagnar þeirri samkeppni sem er komin í íslenska landsliðið og segir hana meiri en verið hefur undanfarin ár. „Það eru fleiri leikmenn að spila í stórum deildum og samkeppnin er af hinu góða. Hún heldur manni á tánum," segir Aron. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vonast til að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld. Aron var í banni í síðasta leik en verður væntanlega á sínum stað á miðjunni þegar flautað verður til leiks í kvöld. Hann segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Undirbúningurinn hefur verið góður enda allir heilir og flottir," sagði Aron Einar sem þurfti að fylgjast með þegar að Ísland tapaði fyrir Sviss í haust. „Það var erfitt að sitja upp í stúku og horfa upp á tap en nú er ég kominn aftur og hlakka til að taka þátt." „Ég reikna með að þetta verði keyrsla fyrir okkar leikmenn í kvöld. Slóvenar eru með sókndjarfa bakverði og það verður að vera vinnsla í okkar liði á öllum vígstöðum ef við ætlum að ná einhverju úr þessum leik." „En við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið og halda marga fundi. Við vitum hvað við erum að fara út í." Strákarnir hafa lent í basli með gulu spjöldin en alls eru þrír Íslendingar í banni í kvöld - Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson. „Lars hefur ítrekað við okkur að forðast allt tuð í dómurum og annað sem gæti kostað gult spjald. Menn geta fengið gul spjöld, til dæmis fyrir brot sem áttu ekki að verðskulda áminningu," sagði hann og brosti. Aron Einar fagnar þeirri samkeppni sem er komin í íslenska landsliðið og segir hana meiri en verið hefur undanfarin ár. „Það eru fleiri leikmenn að spila í stórum deildum og samkeppnin er af hinu góða. Hún heldur manni á tánum," segir Aron.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira