Lækka skatta og afnema höftin 24. febrúar 2013 18:05 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf). Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf).
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27
Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41
Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18
Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57