Forréttindi að ala börnin upp í sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2013 21:25 Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira