Mercedes og Toro Rosso frumsýndu Birgir Þór Harðarson skrifar 4. febrúar 2013 20:30 Bíllinn var frumsýndur við athöfn á Jerez-brautinni. nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira