Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn 6. febrúar 2013 20:51 Siggi hakkari í Washington. „Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar," segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: „Nó komment." Heimildir Vísis herma þó að hann líti á upphæðina sem ógreidd laun fyrir vinnu sína, sem Kristinn hefur hingað til talað um sem sjálfboðavinna. Þegar Siggi er spurður hvort hann hafi fengið peninginn neitar hann því ekki. Siggi hefur áður komist í fréttirnar, síðast eftir að hann kom fram í viðtali við BBC þar sem hann hélt því fram að hann hefði hakkað sig inn á vef stjórnarráðsins þegar hann var tólf ára gamall. Þá sagði hann ennfremur að hann hefði verið starfsmannastjóri Wikileaks, nokkuð sem Kristinn sagði síðar að væri ósatt. Siggi er með nokkrar kærur á bakinu. Meðal annars er honum gefið að sök að hafa skipulagt lífvarðanámskeið sem fólk skráði sig til þátttöku á og greiddi háar upphæðir fyrir. Námskeiðið var aldrei haldið. Sjálfur hafnar Siggi þessum ásökunum í samtali við Vísi. „Hvernig getur verið að þetta hafi ekki verið haldið þegar það á að halda námskeiðið í júní?" spyr Siggi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum vegna málsins. Hann segir að það standi til að halda námskeiðið. Siggi segir um yfirheyrslur FBI að hann hafi sjálfviljugur rætt við fulltrúa alríkislögreglunnar hér á landi vegna málsins. Þá heldur hann því ennfremur fram í samtali við Vísi að hann fái greitt fyrir að vera uppljóstrari. Heimildarmaður sem Vísir ræddi við fullyrðir að Siggi hafi fengið 4000 dollara greidda fyrir harða diska úr tölvum fyrir um ári síðan. Það er um hálf milljón á núverandi gengi. Þetta rímar við það sem Siggi segir og sýnir ennfremur að hann virðist vera uppljóstrari FBI frekar en að hann hafi haft réttarstöðu grunaðs manns. Eins og kunnugt er synjaði innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi vegna meintrar tölvuárásar sem var yfirvofandi. Engu að síður athöfnuðu mennirnir sig hér á landi í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina. Þeir ræddu svo við Sigga daglega þessa fimm daga á fimm mismunandi hótelum. Eftir að ráðuneytið kom þeim skilaboðum áleiðis til fulltrúanna að þeir væru ekki velkomnir hér á landi fór Siggi, þá nítján ára gamall, með þeim til Washington í Bandaríkjunum þar sem viðtölin héldu áfram. Síðar hitti hann þá einnig í Danmörku. Spurningarnar alríkisfulltrúanna snéru helst að Julian Assange og Wikileaks. Svo virðist sem áherslan hafi ekki verið á rannsókn vegna yfirvofandi tölvuárás hér á landi. Siggi segir að hann hafi ekki verið færður til yfirheyrslu vegna kæra varðandi fjárdrátt. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50 Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15 Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00 Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar," segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: „Nó komment." Heimildir Vísis herma þó að hann líti á upphæðina sem ógreidd laun fyrir vinnu sína, sem Kristinn hefur hingað til talað um sem sjálfboðavinna. Þegar Siggi er spurður hvort hann hafi fengið peninginn neitar hann því ekki. Siggi hefur áður komist í fréttirnar, síðast eftir að hann kom fram í viðtali við BBC þar sem hann hélt því fram að hann hefði hakkað sig inn á vef stjórnarráðsins þegar hann var tólf ára gamall. Þá sagði hann ennfremur að hann hefði verið starfsmannastjóri Wikileaks, nokkuð sem Kristinn sagði síðar að væri ósatt. Siggi er með nokkrar kærur á bakinu. Meðal annars er honum gefið að sök að hafa skipulagt lífvarðanámskeið sem fólk skráði sig til þátttöku á og greiddi háar upphæðir fyrir. Námskeiðið var aldrei haldið. Sjálfur hafnar Siggi þessum ásökunum í samtali við Vísi. „Hvernig getur verið að þetta hafi ekki verið haldið þegar það á að halda námskeiðið í júní?" spyr Siggi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum vegna málsins. Hann segir að það standi til að halda námskeiðið. Siggi segir um yfirheyrslur FBI að hann hafi sjálfviljugur rætt við fulltrúa alríkislögreglunnar hér á landi vegna málsins. Þá heldur hann því ennfremur fram í samtali við Vísi að hann fái greitt fyrir að vera uppljóstrari. Heimildarmaður sem Vísir ræddi við fullyrðir að Siggi hafi fengið 4000 dollara greidda fyrir harða diska úr tölvum fyrir um ári síðan. Það er um hálf milljón á núverandi gengi. Þetta rímar við það sem Siggi segir og sýnir ennfremur að hann virðist vera uppljóstrari FBI frekar en að hann hafi haft réttarstöðu grunaðs manns. Eins og kunnugt er synjaði innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, alríkisfulltrúunum um réttarbeiðni til þess að athafna sig hér á landi vegna meintrar tölvuárásar sem var yfirvofandi. Engu að síður athöfnuðu mennirnir sig hér á landi í fimm daga eftir að þeim var synjað um heimildina. Þeir ræddu svo við Sigga daglega þessa fimm daga á fimm mismunandi hótelum. Eftir að ráðuneytið kom þeim skilaboðum áleiðis til fulltrúanna að þeir væru ekki velkomnir hér á landi fór Siggi, þá nítján ára gamall, með þeim til Washington í Bandaríkjunum þar sem viðtölin héldu áfram. Síðar hitti hann þá einnig í Danmörku. Spurningarnar alríkisfulltrúanna snéru helst að Julian Assange og Wikileaks. Svo virðist sem áherslan hafi ekki verið á rannsókn vegna yfirvofandi tölvuárás hér á landi. Siggi segir að hann hafi ekki verið færður til yfirheyrslu vegna kæra varðandi fjárdrátt.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50 Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15 Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28 Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55 Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00 Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
FBI tók piltinn með sér til Washington Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. 5. febrúar 2013 11:50
Segir FBI fulltrúa ekki hafa komið með sinni vitund eða vilja til íslands Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir í tilkynningu til fjölmiðla að fulltrúar alríkislögreglunnar hafi ekki verið staddir hér á landi með vilja eða vitundar hans sjálfs. 5. febrúar 2013 14:15
Segja innanríkisráðuneytið hafa heimilað komu FBI til Íslands Innanríkisráðuneytið var með í ráðum varðandi komu bandarísku alríkisfulltrúanna (FBI) hingað til lands í ágúst árið 2011 og réttarbeiðni frá fulltrúunum lá inni á borði innanríkisráðuneytisins í rúman mánuð áður en þeim var heimilað að koma hingað til lands. 4. febrúar 2013 15:29
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30. janúar 2013 20:28
Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. 6. febrúar 2013 18:40
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30. janúar 2013 19:55
Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á "varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara“ í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. 5. febrúar 2013 06:00
Segir íslensk yfirvöld teymd eins og kjána í FBI-málinu "Í fyrsta lagi er þarna staðfest að þessi lögreglusveit valsaði hér um í tæplega viku eftir að innanríkisráðherra hafði slitið þessum samskiptum,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks en fram kom í yfirlýsingu í dag að FBI hefði komið hingað til lands í ágúst árið 2011 til þess að yfirheyra íslenskan ríkisborgara í bandaríska sendiráðinu. 4. febrúar 2013 16:27