Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 15:47 Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan. Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan.
Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54