Misskilningur verður blaðagrein Sigurður Erlingsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting", byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði. Það er rangt, því slíkt hefur aldrei staðið til. Leiguverð Íbúðalánasjóðs fylgir markaðsverði á leigumarkaði, sem byggt er á upplýsingum úr þúsundum þinglýstra leigusamninga. Atriði í greininni sem þarfnast leiðréttingar lúta aðallega að eftirfarandi: Ÿ Íbúðalánasjóður er ekki gjaldþrota. Ÿ Íbúðalánasjóður hefur þegar heimild til að leigja út íbúðir. Stofnun félags er því ekki forsenda þess. Ÿ Leiguíbúðir Íbúðalánasjóðs eru og verða leigðar út á markaðsverði – ekki kostnaðarverði. Ÿ Í 750 af 880 leiguíbúðum sjóðsins búa fjölskyldur eða einstaklingar sem bjuggu í íbúðunum við nauðungarsölu. Ÿ Nýtt leigufélag verður tímabundið í eigu Íbúðalánasjóðs en samkvæmt lögum verður rekstur þess og stjórn fullkomlega aðskilin frá sjóðnum. Fullnustueignir Íbúðalánasjóðs eru hlutfallslega flestar á Suðurnesjum, en þar á sjóðurinn tæp 8% íbúða á svæðinu, ekki 20% eins og dæmisagan í greininni tiltekur. Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín margar eignir frá hruni og 2.193 íbúðir eru nú í eigu sjóðsins. Unnið er faglega og lögum samkvæmt að því að leysa þann vanda fólks sem hægt er að leysa og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga. Eignir eru skipulega undirbúnar og skráðar í sölu í gegnum fasteignasölur landsins, án þess að vera merktar sérstaklega. Við sölu eignanna er Íbúðalánasjóður ekki eingöngu að gæta eigin hagsmuna, því hærra söluverð eignar þýðir lægri skuld þess sem missti hana. Íbúðalánasjóður gerir sitt ýtrasta til að gæta jafnræðis og meðalhófs í öllum aðgerðum. Ómögulegt er að þóknast öllum sjónarmiðum, sem sést best á því að sjóðurinn hefur undanfarið fengið jöfnum höndum gagnrýni fyrir að leigja of lítið, að leigja of mikið, að selja of hratt og að selja of hægt. Eina svar starfsmanna Íbúðalánasjóðs við þessari gagnrýni úr öllum áttum er að ástunda fagmannleg og hlutlæg vinnubrögð við þetta verkefni, hér eftir sem hingað til.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar