Ungbörn í ótilgreindri stöðu Sævar Finnbogason skrifar 20. desember 2012 06:00 Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun