Dýravelferð, við hvað er átt? 19. desember 2012 06:00 Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt." Þetta eru sjálfsögð og réttlát markmið í siðuðu nútímasamfélagi, engin ofrausn. Það eru því mikil vonbrigði þegar frumvarpið er lesið áfram og í ljós kemur að höfundar þess hafa ákveðið að réttlát og siðleg meðferð eigi ekki við í eldisiðnaði, þar sem þjáning og neyð dýra er mest. Hvergi í lífríkinu veldur maðurinn jafn miklu kvalræði og skaða eins og í því mikilvirka og ómannúðlega framleiðslukerfi sem eldisiðnaður og verksmiðjubúskapur er. Þar eru bjargarlaus dýr meðhöndluð sem skynlaus væru og gert ókleift að sinna eðlislægum þörfum sínum. Gylta sem allt sitt líf er járnuð þannig af að hún getur aðeins staðið eða legið, ekki snúið sér né sinnt afkvæmum sínum, er ekki laus við vanlíðan, ótta, þjáningu, sársauka og meiðsl. Enn síður getur hún sýnt sitt eðlilega atferli, sem þó er sagt markmið laganna. Kvalræði allan tímann Varphænur, sem troðið er þremur saman í vírbúr sem þrengir svo að þeim að þær geta sig vart hrært, t.d. aldrei breitt úr vængjum, njóta þar með ekki lagaverndar gegn illri meðferð, sem þó er yfirlýst markmið laganna. Flest þessara ólánsömu dýra búa við þetta kvalræði allan þann tíma sem þau lifa og fá aldrei að anda að sér fersku lofti eða líta dagsljós nema þann dag sem þau eru flutt á milli húsa til slátrunar. Í hefðbundnum landbúnaði væri þessi meðferð umsvifalaust skilgreind sem gróft dýraníð. Ekki láta höfundarnir þar við sitja, heldur setja þeir í nýju lögin sérstök ákvæði sem beinlínis heimila kvalafulla og siðlausa meðferð dýra, t.d. að gelda unggelti án deyfingar. Er mönnum ekki sjálfrátt? Hvers vegna að setja svona ákvæði í lög sem hafa það yfirlýsta markmið að tryggja velferð dýra og koma í veg fyrir að þau þurfi að þola vanlíðan, ótta, þjáningu og sársauka? Hvers vegna að fara svona skelfilega með bjargarlaus dýrin ef hægt er að komast hjá því á einfaldan hátt? Hafa höfundar frumvarpsins yfirleitt kynnt sér aðstæður dýra í eldisiðnaði, t.d. hvernig deyfingarlausar aðgerðir fara fram og hvaða aflífunaraðferðum er þar beitt? Hafa þeir heyrt kvalastunur og þjáningarvein varnarlausra eldisdýra við þær skelfilegu aðstæður sem þeim eru búnar allan þann tíma sem þau lifa? Eru þeir ef til vill ónæmir fyrir öllu slíku? Arðsemissjónarmið Óskiljanleg tillitssemi við arðsemissjónarmið framleiðenda, ásamt skeytingarleysi neytenda, er meginorsök illrar meðferðar dýra. Getur verið að þær þverstæður í frumvarpinu að tiltekin dýr sé boðlegt að pína og kvelja en önnur ekki megi rekja til siðlausrar þjónkunar við fjárhagslega hagsmuni fárra? Rík ástæða er til að spyrja, því fátt annað getur skýrt þetta ráðslag frumvarpshöfunda. Ekki er þeim í nöp við eldisdýrin? Þetta er ójafn og ljótur leikur og hallar á dýrin blessuð. Þau eiga sér fáa málsvara, öfugt við framleiðendur og neytendur. Í samfélaginu ríkir þegjandi samkomulag um að svona skuli þetta vera. Það er óbærileg tilhugsun að ný dýravelferðarlög, eins og þau liggja fyrir í drögunum, muni styrkja og viðhalda til frambúðar því skelfingarástandi sem ríkir í eldisiðnaði. Hvetja verður þingmenn og aðra sem með málið fara að grípa í taumana og tryggja öllum dýrum vernd. Ný dýravelferðarlög verða að vera þannig úr garði gerð að þau banni fortakslaust alla illa meðferð dýra, líka eldisdýra. Annað er siðlaust og grimmt og ósamboðið íslensku samfélagi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun