Að vera fastur í fjalli 23. nóvember 2012 06:00 Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði. Alþjóðasamfélagið hefur komið sér saman um hvernig ættleiðingar milli landa eiga að fara fram svo velferð barna sé tryggð. Íslenska ríkið hefur gerst aðili að þessu samkomulagi og býr að góðri ættleiðingarlöggjöf sem stenst kröfur alþjóðasamfélagsins. Íslenska ríkið felur ættleiðingarfélaginu, Íslenskri ættleiðingu, með löggjöf að framkvæma mörg þeirra verkefna sem það hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Og ættleiðingarfélagið vill með ánægju leysa verkefnin sem fyrir það eru lögð. Sanngjörn tillaga Fyrir nærri fjórum árum hóf Íslensk ættleiðing viðræður við ríkið um að fimmfalda þyrfti framlög til félagsins svo það gæti staðið undir lögbundnum skyldum sínum. Forsvarsfólk félagsins hafði samt tekið eftir að í landinu varð fjármálahrun og bauðst til að ganga í hastarlegan niðurskurð fyrstu árin. Síðan þráðurinn var tekinn upp í viðræðum við ríkið hefur varla gengið né rekið. Í vor gerði Íslensk ættleiðing það að sanngjarnri tillögu sinni til ríkisins að nauðsynleg framlög til félagsins yrðu hækkuð í skrefum á þremur árum. Því þó einungis sé verið að ræða um 45 milljóna króna aukningu á fjármagni til lögbundinna verkefna, hraus mörgum stjórnmálamanninum hugur við því að klára málið í einu skrefi. Það er nefnilega þannig að þegar þú ferð úr litlu eða engu upp í eitthvað meira verður hlutfallsleg hækkun svo mikil. Prósentan hljómar svo há. Íslensk ættleiðing lagði til að fimmtán milljónir yrðu settar í verkefni félagsins á fjáraukalögum í haust. Næsta skref yrði tekið á fjárlögum ársins 2013 og lokaskrefið ári síðar. Við skynjuðum mikinn fögnuð hjá stjórnmálamönnum og fjáraukalög 2012 eru í samræmi við tilboð ættleiðingarfélagsins. Ekkert bendir hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem fóru svo glaðir út í vorið ætli sér að taka næstu skref í takt við ættleiðingarfélagið sitt. Enginn ágreiningur er um hvað verkefnin sem félaginu eru falin kosta. Allir eru sammála um að ef verkefnin eru ekki framkvæmd eru íslensk lög brotin og alþjóðasamningar hunsaðir. Það er sem sagt ekki hægt að framkvæma það sem á að gera fyrir það fjármagn sem sett er í verkið. Þetta skilja allir vel og sérstaklega þeir sem ætla að bora göng alla leið í gegnum Vaðlaheiði. Borað inn í hálft fjallið Allir vita að ábyrgðirnar sem íslenska ríkið undirgekkst vegna Vaðlaheiðarganga munu líklega falla á ríkissjóð. Þar er um að ræða eins konar öfuga einkaframkvæmd, leið sem kemur tímabundið vel út í ríkisbókhaldi. Menn velja að fara þessa leið af því að framkvæmdin er mikilvæg og þörf og þess vegna ríkir töluverð sátt um að fara í þessa framkvæmd. Engum dettur í hug að bora bara inn í hálft fjallið og stoppa þar. Enginn er svo vitlaus að láta bara hálf jarðgöng duga. Það hefur enginn gagn af því að vera fastur inni í fjalli. Leiðin sem stjórnmálamenn kjósa að fara þegar þeir vilja spara í velferð væntanlegra kjörbarna er hins vegar eins og að fara bara inn í hálft fjallið. Það á að hækka framlög til ættleiðingamálaflokksins um fimmtán milljónir en ekki taka annað skref á næsta ári. Það á að fara með alþjóðlegar skuldbindingar og mikilvæg velferðarmál munaðarlausra barna inn í fjall og skilja þau eftir þar. Það er algjörlega óskiljanlegt og sérstaklega er það illskiljanlegt af því að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Stundum finnst manni að Íslendingar meti frekar hús en hamingju, að þeir meti vegi frekar en velferð og mannvirki frekar en manneskjur. Ég trúi því ekki að fjárveitingarvaldið á Alþingi hugsi þannig.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun