Besti heilbrigðisráðherrann Ólafur Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar