Mikil andstaða við lokun Laugavegar 26. október 2012 06:00 Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar