Skapandi greinar eru lóðið Össur Skarphéðinsson skrifar 26. október 2012 06:00 Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun