Launamisréttið burt – vilji er allt sem þarf 24. október 2012 06:00 Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 ákváðu kvennasamtök á Íslandi að sýna fram á hve mikilvægt vinnuframlag kvenna væri fyrir samfélagið allt. Ákveðið var að leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október og safna konum saman um allt land. Þátttaka var gríðarleg og samfélagið nánast lamaðist. Íslenskar konur urðu heimsfrægar fyrir samstöðu og öflugar aðgerðir. Síðan hefur þessi dagur verið séríslenskur baráttudagur kvenna og jafnan helgaður stöðu þeirra á vinnumarkaði þótt ýmis önnur mál hafi borið á góma í áranna rás. Í tilefni dagsins boðar Jafnréttisstofa til fundar á Akureyri kl. 12.00 á Hótel KEA og verður sjónum beint að launamisrétti kynjanna og veitir ekki af. Þrátt fyrir að Ísland hafi vermt efsta sætið undanfarin þrjú ár í mælingu World Economic Forum á kynjabili í heiminum getum við gert mun betur. Okkar veika hlið er staða kvenna á vinnumarkaði. Við okkur blasir mikið karlaveldi í stjórnunarstöðum fyrirtækja og kynbundinn launamunur sem mælist þó meiri hjá opinberum aðilum en á almennum markaði. Hlutur kvenna í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga stendur til bóta og hefur þegar batnað töluvert í kjölfar samþykktar laga um kynjakvóta sem ganga í gildi í september á næsta ári. Það er launamisréttið sem hefur gengið afar illa að vinna á. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna og var meiningin að útrýma launamisrétti í áföngum á nokkrum árum. Sem kunnugt er höfðu lögin litla þýðingu enda launamisrétti kynjanna enn til staðar. Vandinn reyndist mun djúpstæðari en menn héldu. Þar bjuggu að baki eldgamlar hefðir kynjakerfisins, mismunandi mat á störfum kvenna og karla, vanmat á umönnunarstörfum, fyrirvinnuhugtakið sem fól í sér að karlar þyrftu hærri laun en konur og mat kvenna sjálfra á sínum störfum ef marka má kannanir. Ýmis stéttarfélög gera reglulegar launakannanir svo sem VR, SFR og BSRB. Nýjustu kannanir um laun ársins 2011 sýna að kynbundinn launamunur er svo sannarlega til staðar. Hann reyndist 13,1% hjá félögum BSRB og er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem er rannsóknarefni. Aðrar kannanir sýna að launamunur virðist vaxandi í sumum atvinnugreinum. Hvað er til ráða? Nýlega var birt í Noregi viðamikil skýrsla unnin fyrir stjórnvöld um skipulag og stöðu kynjajafnréttis þar í landi. Ein af meginniðurstöðum nefndarinnar sem vann skýrsluna er að stjórnvöld, sem bera ábyrgð á framkvæmd jafnréttislaga og mótun jafnréttisstefnu, hafi ekki lagt nægilega áherslu á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Nefndin leggur til að gert verði nýtt þríhliða samkomulag um jafnrétti á vinnustöðum með aðkomu stjórnvalda, verkalýðshreyfinga og samtaka atvinnulífsins. Þar verði m.a. tekið á kynskiptingu vinnumarkaðarins, launamisrétti, vinnutíma, ráðningum, framgangi í störfum og vinnumenningu. Þetta hljómar kunnuglega enda er launamisrétti kynjanna ekkert einkamál okkar hér á landi. Engu ríki hefur tekist að útrýma því svo vitað sé. Það er að meðaltali um 17% innan ríkja EU. Ný framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynjanna er í þann mund að líta dagsins ljós hér á landi. Segja má að þar sé farin svipuð leið og norska nefndin leggur til. Hún felur í sér margháttaðar aðgerðir en megininntakið er samvinna aðila vinnumarkaðarins og samstaða um að taka á málum. Meðal aðgerða er að fylgja jafnlaunastaðlinum eftir en hann er tilraun sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli ef vel tekst til. Það þarf að gera reglulegar mælingar á launagreiðslum og skoða þær kerfisbundið þannig að staðan og árangur sé ljós. Það þarf að fá fyrirtækin til að fara í sjálfsskoðun, greina launabókhaldið reglulega og leiðrétta mismunun. Launamunurinn hefur því miður tilhneigingu til að aukast ef ekki er fylgst vel með. Síðast en ekki síst þurfa opinberir aðilar að taka sér tak og vera til fyrirmyndar í hvívetna. Þeim ber ekki síst að endurmeta hin mikilvægu umönnunarstörf sem m.a. gera fólki kleift að stunda vinnu utan heimilis. Og hvar er umræðan um styttingu vinnuvikunnar? Fátt væri meiri kjarabót fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nokkur sveitarfélög hafa náð góðum árangri við að draga úr launamisrétti kynjanna sem segir okkur að það er hægt að sigra þennan forna fjanda. Vilji er allt sem þarf. Það eru hvorki lög né reglur sem hindra heldur hugmyndir kynjakerfisins sem sitja blýfastar í hausnum á allt of mörgum. Það þarf að breyta hugarfarinu þannig að réttlætið sigri og mannréttindi séu virt.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun