Flökkuhugsun 23. október 2012 06:00 Ég þakka grein Valgarðs Guðjónssonar í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar viðurkennir hann að það sem hann í Silfri Egils kallaði „flökkusögu" um að Mannréttindadómstóll Evrópu álíti það ekki brot á mannréttindum að eitt trúfélag hafi sérstöðu gagnvart ríkisvaldinu umfram önnur, er ekki flökkusaga heldur staðreynd. Hann virðist hafa vitað betur eða kynnt sér málið síðan, þar sem hann vísar í aðra dóma en ég þessu til staðfestingar. Hann segir strangar reglur gilda um fyrirkomulagið og líkur vera á að staða þjóðkirkjunnar sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einfalt fyrir hann að láta á það reyna svo hann losni við allt sem heitir „það eru líkur á" eða „ég held". En svo hrekkur hann í áróðursgírinn og segir: „Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar" sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: „Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art.9)."" Bíðum við. Var ég að mæla því bót að brotið hefði verið á manninum? Nei, ég var aðeins að vísa til að í röksemdafærslu dómsins hefði komið fram að það bryti ekki gegn mannréttindum að eitt trúfélag hefði sérstöðu gagnvart ríkisvaldinu umfram önnur. Hvað ertu að fara Valgarður, með því að spyrða þetta saman með þessum hætti? Ertu að gefa í skyn að ég og aðrir kirkjunnar menn séum hlynntir mannréttindabrotum? Eru þetta rök í umræðum um samband ríkis og kirkju? Væru það gild rök gegn viðhorfum þínum ef ég spyrti þig við guðleysingja eins og Jósef Stalín og ofsóknir hans gegn kirkju og kristni, þar sem þið eigið guðleysið sameiginlegt? Þetta er ómerkilegur málflutningur og kemur umræðu um samband ríkis og kirkju ekkert við. Oj bara. Valgarður gefur lítið fyrir sameiginlegan skilning ríkisvalds og kirkju á samningi þessara aðila frá 1997 og telur mig engar upplýsingar gefa um hvað ég hafi fyrir mér í því að það sé skilningur ríkisvaldsins að greiðslur til kirkjunnar séu afgjald af jörðum sem ríkisvaldið tók yfir. Lestu samninginn maður! Þótt hann sé þér þyrnir í augum breytir það ekki eðli samningsins og skilningi málsaðila á honum. Síðan verður Valgarði hált á svellinu þegar hann vísar í frétt í Fréttablaðinu um tekjur presta af hlunnindum kirkjujarða sem þeir sitja. Hann segir: „Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum." Þarna hefur Þórðargleði Valgarðs villt um fyrir honum, – eða er þetta kannski áróðursbrella? Ef hann hefði lesið fréttina fordómalaust hefði hann séð að hér er um að ræða jarðir sem enn eru í eigu kirkjunnar og féllu ekki undir samninginn 1997. Og svona til að forðast að málinu verði drepið á dreif og mér gerð upp sú skoðun að ég sé hlynntur þessu fyrirkomulagi þá er ég það ekki. Og enn ber Valgarður höfðinu við steininn varðandi sóknargjöldin sem félagsgjöld og vísar til innheimtufyrirkomulags þessara gjalda og þess að fólk utan trúfélaga greiði sama gjald. Varðandi þá staðhæfingu að sóknargjöld séu félagsgjöld vil ég vísa til skýrslu nefndar innanríkisráðherra dags. 16. nóv. 2011. Í þessari skýrslu er rakinn aðdragandinn að núverandi innheimtufyrirkomulagi sem komið var á með lögum nr. 91/1987 og leysti af hólmi eldri lög, þar sem sóknarnefndir ákváðu sóknargjöldin og ríkið tók að sér innheimtu þeirra gegn 1% þóknun sem rann í ríkissjóð. Breytingin til núverandi fyrirkomulags var gerð til að einfalda ríkinu innheimtuna, en breytti í engu eðli sóknargjaldanna sem félagsgjalda. Að ríkið skuli innheimta sömu upphæðir af þeim sem standa utan trúfélaga er trúfélögunum óviðkomandi og við ríkið eitt að sakast um það. Það er að sjálfsögðu hægt að hafa margar skoðanir á þessu fyrirkomulagi, en það breytir ekki því sem er kjarni málsins: Sóknargjöldin eru skilgreind sem félagsgjöld. Ástæða er til að árétta að ríkið innheimtir umrædd gjöld fyrir öll skráð trúfélög í landinu. Og kannski vænkast hagur Strympu. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að lífsskoðanafélög eins og t.d. Siðmennt geti fengið skráningu á sama hátt og trúfélög og fái þá sín „sóknargjöld". Það er hið besta mál. Kannski kemur þá annað hljóð í strokkinn. Valgarður telur í lok greinar sinnar að ég færi engin rök fyrir því að kirkjan sé ekki ríkisrekin. Lestu lögin um þjóðkirkjuna og lestu ríkisreikninginn. Reikninga yfir rekstur kirkjunnar er hvergi þar að finna. Rekstur kirkjunnar er á ábyrgð kirkjuþings. Rekstur safnaðanna er á ábyrgð sóknarnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég þakka grein Valgarðs Guðjónssonar í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar viðurkennir hann að það sem hann í Silfri Egils kallaði „flökkusögu" um að Mannréttindadómstóll Evrópu álíti það ekki brot á mannréttindum að eitt trúfélag hafi sérstöðu gagnvart ríkisvaldinu umfram önnur, er ekki flökkusaga heldur staðreynd. Hann virðist hafa vitað betur eða kynnt sér málið síðan, þar sem hann vísar í aðra dóma en ég þessu til staðfestingar. Hann segir strangar reglur gilda um fyrirkomulagið og líkur vera á að staða þjóðkirkjunnar sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einfalt fyrir hann að láta á það reyna svo hann losni við allt sem heitir „það eru líkur á" eða „ég held". En svo hrekkur hann í áróðursgírinn og segir: „Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar" sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða réttarins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: „Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art.9)."" Bíðum við. Var ég að mæla því bót að brotið hefði verið á manninum? Nei, ég var aðeins að vísa til að í röksemdafærslu dómsins hefði komið fram að það bryti ekki gegn mannréttindum að eitt trúfélag hefði sérstöðu gagnvart ríkisvaldinu umfram önnur. Hvað ertu að fara Valgarður, með því að spyrða þetta saman með þessum hætti? Ertu að gefa í skyn að ég og aðrir kirkjunnar menn séum hlynntir mannréttindabrotum? Eru þetta rök í umræðum um samband ríkis og kirkju? Væru það gild rök gegn viðhorfum þínum ef ég spyrti þig við guðleysingja eins og Jósef Stalín og ofsóknir hans gegn kirkju og kristni, þar sem þið eigið guðleysið sameiginlegt? Þetta er ómerkilegur málflutningur og kemur umræðu um samband ríkis og kirkju ekkert við. Oj bara. Valgarður gefur lítið fyrir sameiginlegan skilning ríkisvalds og kirkju á samningi þessara aðila frá 1997 og telur mig engar upplýsingar gefa um hvað ég hafi fyrir mér í því að það sé skilningur ríkisvaldsins að greiðslur til kirkjunnar séu afgjald af jörðum sem ríkisvaldið tók yfir. Lestu samninginn maður! Þótt hann sé þér þyrnir í augum breytir það ekki eðli samningsins og skilningi málsaðila á honum. Síðan verður Valgarði hált á svellinu þegar hann vísar í frétt í Fréttablaðinu um tekjur presta af hlunnindum kirkjujarða sem þeir sitja. Hann segir: „Og til að kóróna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörðunum." Þarna hefur Þórðargleði Valgarðs villt um fyrir honum, – eða er þetta kannski áróðursbrella? Ef hann hefði lesið fréttina fordómalaust hefði hann séð að hér er um að ræða jarðir sem enn eru í eigu kirkjunnar og féllu ekki undir samninginn 1997. Og svona til að forðast að málinu verði drepið á dreif og mér gerð upp sú skoðun að ég sé hlynntur þessu fyrirkomulagi þá er ég það ekki. Og enn ber Valgarður höfðinu við steininn varðandi sóknargjöldin sem félagsgjöld og vísar til innheimtufyrirkomulags þessara gjalda og þess að fólk utan trúfélaga greiði sama gjald. Varðandi þá staðhæfingu að sóknargjöld séu félagsgjöld vil ég vísa til skýrslu nefndar innanríkisráðherra dags. 16. nóv. 2011. Í þessari skýrslu er rakinn aðdragandinn að núverandi innheimtufyrirkomulagi sem komið var á með lögum nr. 91/1987 og leysti af hólmi eldri lög, þar sem sóknarnefndir ákváðu sóknargjöldin og ríkið tók að sér innheimtu þeirra gegn 1% þóknun sem rann í ríkissjóð. Breytingin til núverandi fyrirkomulags var gerð til að einfalda ríkinu innheimtuna, en breytti í engu eðli sóknargjaldanna sem félagsgjalda. Að ríkið skuli innheimta sömu upphæðir af þeim sem standa utan trúfélaga er trúfélögunum óviðkomandi og við ríkið eitt að sakast um það. Það er að sjálfsögðu hægt að hafa margar skoðanir á þessu fyrirkomulagi, en það breytir ekki því sem er kjarni málsins: Sóknargjöldin eru skilgreind sem félagsgjöld. Ástæða er til að árétta að ríkið innheimtir umrædd gjöld fyrir öll skráð trúfélög í landinu. Og kannski vænkast hagur Strympu. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að lífsskoðanafélög eins og t.d. Siðmennt geti fengið skráningu á sama hátt og trúfélög og fái þá sín „sóknargjöld". Það er hið besta mál. Kannski kemur þá annað hljóð í strokkinn. Valgarður telur í lok greinar sinnar að ég færi engin rök fyrir því að kirkjan sé ekki ríkisrekin. Lestu lögin um þjóðkirkjuna og lestu ríkisreikninginn. Reikninga yfir rekstur kirkjunnar er hvergi þar að finna. Rekstur kirkjunnar er á ábyrgð kirkjuþings. Rekstur safnaðanna er á ábyrgð sóknarnefnda.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun