Að skapa nýja trú hjá fólkinu Ólafur Hannibalsson skrifar 18. október 2012 06:00 Brynjar Níelsson, fv. formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar grein á Pressunni nýlega og kýs að opinbera þar fáfræði sína um þá sögu sem býr að baki núverandi stjórnarskrá. Hann segir það alkunna að gildandi stjórnarskrá hafi aldrei verið „hugsuð til bráðabirgða“ og lætur að því liggja að um hana hafi verið sátt frá upphafi sem staðfest hafi verið með þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 og allar breytingar á henni síðan verið gerðar með sátt og samlyndi stjórnmálaflokkanna. Hið rétta er að stjórnarskráin var í upphafi samin af dönskum embættismönnum og einhliða neytt upp á Íslendinga sem samstundis hófu baráttu gegn henni og um það snerist stjórnmálabarátta þjóðarinnar meira eða minna allt fram til 1918, þegar Ísland var viðurkennt fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku og stjórnarskránni breytt til samræmis við það (1920). Brynjar fullyrðir að rangt sé að „lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 hafi aðeins verið hugsuð til bráðabirgða“. Það er þó borðleggjandi og hingað til ágreiningslaust að ráðandi öfl í landinu ákváðu að gera einungis þær breytingar á þágildandi stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem nauðsynlega og óhjákvæmilega leiddi af því að stofnað væri lýðveldi í landinu. Þannig var lýðveldið stofnað á grunni konunglegrar danskrar stjórnarskrár með fáeinum orðalagsbreytingum. Svona var að málum staðið til þess fyrst og fremst að ágreiningur í þessum efnum yrði ekki til að sundra þjóðinni um meginviðfangsefnið: sambandsslitin við danska konungdæmið og stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Allur almenningur taldi réttilega þá stjórnarskrá til bráðabirgða og gert var ráð fyrir að Alþingi mundi hefjast handa um að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið strax á fyrstu mánuðum eftir sambandsslitin. Gunnari Thoroddsen var falið að leiða það verk. Um það segir ævisöguritari hans, Guðni Th. Jóhannesson: „Flestir þeir sem höfðu komið að samningu lýðveldisstjórnarskrárinnar sáu fyrir sér að hún gilti aðeins til bráðabirgða.“ Ennfremur fullyrðir Guðni: „Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hefðu gjarnan viljað vinna að gagngerum breytingum á stjórnarskránni um leið og landið varð lýðveldi. Þeir hagsmunir vógu þó þyngra að einhugur ríkti þegar Íslendingar fengju á ný sjálfstæði. Og ennfremur: „Í aðdraganda hennar [lýðveldisstofnunarinnar] var illdeilum, þessvegna afstýrt með því að breyta að sinni sem allra minnstu í stjórnarskrá Íslands.“ Og enn: „Að sjálfstæðisheimt lokinni skyldi endurskoðun stjórnarskrárinnar aftur á móti hefjast. Þá mættu stjórnmálamennirnir leggja fram róttækar breytingar og berjast sín á milli.“ Guðni víkur svo að stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar og minnir á að í honum hafi verið gefin fyrirheit um að í breyttri stjórnarskrá yrðu meðal annars „ótvíræð ákvæði“ um réttindi allra landsmanna til atvinnu, almannatrygginga og menntunar. Þá yrði „jafn kosningaréttur“ tryggður og sett „skýr fyrirmæli um verndun og eflingu lýðræðisins og um varnir gegn þeim öflum, sem vilja vinna gegn því“. Stefnt var að því að frumvarp um þessar breytingar yrði lagt fram fyrir næstu alþingiskosningar. Nýsköpunarstjórnin tók við stjórnartaumum 21. október 1944 og næstu þingkosningar fóru fram 30. júní 1946. Það er því ljóst að stjórnin ætlaði þinginu aðeins tvö ár til að ljúka samningu stjórnarskrár hins íslenska lýðveldis. Það gekk aldeilis ekki eftir. Lítið mun Gunnar hafa grunað þá að nær 40 árum síðar mundi hann sem forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis leggja fram og mæla fyrir fullbúnu frumvarpi til stjórnskipunarlaga – sem svo Alþingi gerði ekkert með fremur en fyrri daginn. Enn bættist nær aldarfjórðungur við sem Alþingi reyndist ófært um að setja lýðveldinu viðeigandi stjórnarskrá og það var með herkjum að það viðurkenndi loks þann vanmátt sinn með því að setja málið í hendur stjórnlaganefndar, þjóðfundar og loks stjórnlagaþings, sem síðan skilaði af sér uppkasti að stjórnarskrá til Alþingis, en samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður það að eiga síðasta orðið um samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Ég hygg að Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, hafi komist réttilega að orði um samningu slíks plaggs í bréfi til tengdasonar síns sumarið 1945: „Annað hvort verður stjórnarskrárbreyting að vera bara það nauðsynlegasta – eða þá verulega radikal svo skapi nýja trú hjá fólkinu.“ Og það er um það sem málið snýst. Enginn kennir okkar gömlu bráðabirgðastjórnarskrá um það hrun, sem hér varð. En hún stuðlaði að þeirri lausung í stjórnarfari, sem átti verulegan þátt að hruninu og gerði afleiðingarnar verri viðureignar en þurfti. Við þurfum nýja stjórnarskrá sniðna að stjórnarfari lýðveldisins með skörpum skilum milli löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, til að „skapa nýja trú hjá fólkinu“. Rjúfum því þá pattstöðu sem samning stjórnarskrár fyrir lýðveldið hefur verið í í höndum Alþingis í 65 ár og sýnum þinginu með ótvíræðum hætti að við kunnum að meta að verðleikum þau vel unnu störf, sem innt voru af hendi á skömmum tíma af stjórnlaganefnd, þjóðfundi og stjórnlagaráði. Það er ekki fullkomið plagg í öllum atriðum, en ef þjóðin fylkir sér að baki því mun Alþingi ekki geta vikið sér undan því að ljúka því mikla og góða verki sem þar hefur verið unnið. Fjölmennum á kjörstað og sýnum þinginu hvað þjóðin vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, fv. formaður Lögmannafélags Íslands, skrifar grein á Pressunni nýlega og kýs að opinbera þar fáfræði sína um þá sögu sem býr að baki núverandi stjórnarskrá. Hann segir það alkunna að gildandi stjórnarskrá hafi aldrei verið „hugsuð til bráðabirgða“ og lætur að því liggja að um hana hafi verið sátt frá upphafi sem staðfest hafi verið með þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 og allar breytingar á henni síðan verið gerðar með sátt og samlyndi stjórnmálaflokkanna. Hið rétta er að stjórnarskráin var í upphafi samin af dönskum embættismönnum og einhliða neytt upp á Íslendinga sem samstundis hófu baráttu gegn henni og um það snerist stjórnmálabarátta þjóðarinnar meira eða minna allt fram til 1918, þegar Ísland var viðurkennt fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku og stjórnarskránni breytt til samræmis við það (1920). Brynjar fullyrðir að rangt sé að „lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 hafi aðeins verið hugsuð til bráðabirgða“. Það er þó borðleggjandi og hingað til ágreiningslaust að ráðandi öfl í landinu ákváðu að gera einungis þær breytingar á þágildandi stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem nauðsynlega og óhjákvæmilega leiddi af því að stofnað væri lýðveldi í landinu. Þannig var lýðveldið stofnað á grunni konunglegrar danskrar stjórnarskrár með fáeinum orðalagsbreytingum. Svona var að málum staðið til þess fyrst og fremst að ágreiningur í þessum efnum yrði ekki til að sundra þjóðinni um meginviðfangsefnið: sambandsslitin við danska konungdæmið og stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Allur almenningur taldi réttilega þá stjórnarskrá til bráðabirgða og gert var ráð fyrir að Alþingi mundi hefjast handa um að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið strax á fyrstu mánuðum eftir sambandsslitin. Gunnari Thoroddsen var falið að leiða það verk. Um það segir ævisöguritari hans, Guðni Th. Jóhannesson: „Flestir þeir sem höfðu komið að samningu lýðveldisstjórnarskrárinnar sáu fyrir sér að hún gilti aðeins til bráðabirgða.“ Ennfremur fullyrðir Guðni: „Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hefðu gjarnan viljað vinna að gagngerum breytingum á stjórnarskránni um leið og landið varð lýðveldi. Þeir hagsmunir vógu þó þyngra að einhugur ríkti þegar Íslendingar fengju á ný sjálfstæði. Og ennfremur: „Í aðdraganda hennar [lýðveldisstofnunarinnar] var illdeilum, þessvegna afstýrt með því að breyta að sinni sem allra minnstu í stjórnarskrá Íslands.“ Og enn: „Að sjálfstæðisheimt lokinni skyldi endurskoðun stjórnarskrárinnar aftur á móti hefjast. Þá mættu stjórnmálamennirnir leggja fram róttækar breytingar og berjast sín á milli.“ Guðni víkur svo að stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar og minnir á að í honum hafi verið gefin fyrirheit um að í breyttri stjórnarskrá yrðu meðal annars „ótvíræð ákvæði“ um réttindi allra landsmanna til atvinnu, almannatrygginga og menntunar. Þá yrði „jafn kosningaréttur“ tryggður og sett „skýr fyrirmæli um verndun og eflingu lýðræðisins og um varnir gegn þeim öflum, sem vilja vinna gegn því“. Stefnt var að því að frumvarp um þessar breytingar yrði lagt fram fyrir næstu alþingiskosningar. Nýsköpunarstjórnin tók við stjórnartaumum 21. október 1944 og næstu þingkosningar fóru fram 30. júní 1946. Það er því ljóst að stjórnin ætlaði þinginu aðeins tvö ár til að ljúka samningu stjórnarskrár hins íslenska lýðveldis. Það gekk aldeilis ekki eftir. Lítið mun Gunnar hafa grunað þá að nær 40 árum síðar mundi hann sem forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis leggja fram og mæla fyrir fullbúnu frumvarpi til stjórnskipunarlaga – sem svo Alþingi gerði ekkert með fremur en fyrri daginn. Enn bættist nær aldarfjórðungur við sem Alþingi reyndist ófært um að setja lýðveldinu viðeigandi stjórnarskrá og það var með herkjum að það viðurkenndi loks þann vanmátt sinn með því að setja málið í hendur stjórnlaganefndar, þjóðfundar og loks stjórnlagaþings, sem síðan skilaði af sér uppkasti að stjórnarskrá til Alþingis, en samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður það að eiga síðasta orðið um samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Ég hygg að Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, hafi komist réttilega að orði um samningu slíks plaggs í bréfi til tengdasonar síns sumarið 1945: „Annað hvort verður stjórnarskrárbreyting að vera bara það nauðsynlegasta – eða þá verulega radikal svo skapi nýja trú hjá fólkinu.“ Og það er um það sem málið snýst. Enginn kennir okkar gömlu bráðabirgðastjórnarskrá um það hrun, sem hér varð. En hún stuðlaði að þeirri lausung í stjórnarfari, sem átti verulegan þátt að hruninu og gerði afleiðingarnar verri viðureignar en þurfti. Við þurfum nýja stjórnarskrá sniðna að stjórnarfari lýðveldisins með skörpum skilum milli löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, til að „skapa nýja trú hjá fólkinu“. Rjúfum því þá pattstöðu sem samning stjórnarskrár fyrir lýðveldið hefur verið í í höndum Alþingis í 65 ár og sýnum þinginu með ótvíræðum hætti að við kunnum að meta að verðleikum þau vel unnu störf, sem innt voru af hendi á skömmum tíma af stjórnlaganefnd, þjóðfundi og stjórnlagaráði. Það er ekki fullkomið plagg í öllum atriðum, en ef þjóðin fylkir sér að baki því mun Alþingi ekki geta vikið sér undan því að ljúka því mikla og góða verki sem þar hefur verið unnið. Fjölmennum á kjörstað og sýnum þinginu hvað þjóðin vill.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar