Evran hefur fallið á prófinu Björn Bjarnason skrifar 1. október 2012 00:01 Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Evran hefur fallið á prófinu Á dögunum svaraði ég rangfærslu Össurar Skarphéðinssonar. Ég hef hvergi stutt upptöku evru. Í greininni sagði ég að evran hefði fallið á prófinu síðan 2007. Þröstur Ólafsson segir í Fréttablaðinu 29. september að þetta sé ?alrangt?. Evran hafi staðist prófið. Evran haldi gildi sínu og vísar hann þar til stöðu hennar gagnvart dollar. Undanfarin misseri hefur verið efnt til á þriðja tug leiðtogafunda evru-ríkjanna til að ræða ágalla á evru-samstarfinu. Fjármálaráðherrafundirnir eru mörgum sinnum fleiri. Sumir dagskrárliðir þessara funda eru um óleystan vanda í einstökum ríkjum. Aðrir snúast um evruna sjálfa af því að myntsamstarfið hefur ekki staðist prófið. Almenn samstaða er um að illa hafi verið staðið að málum við gerð Maastricht-sáttmálans 1993. Hina pólitísku umgjörð hafi í raun skort um evruna. Nú skal bætt úr því með ríkisfjármálasamningi og öðrum aðgerðum sem ganga enn frekar á fullveldi einstakra ríkja og þrengja að fjárlagavaldi þjóðþinga evru-ríkjanna. Menn gripu ekki til örþrifaráðanna sem eru efst á baugi í evru-löndunum, skuldugum og hinum betur settu, nema vegna þess að evran hefur ekki staðist prófraunina hvað sem gengi hennar líður. Þetta gengi er einfaldlega að leggja atvinnulíf sumra evru-ríkja í rúst eftir að bankakerfi hafa hrunið. Þröstur segir að nú vilji mest skuldsettu evru-ríkin ekki hverfa frá evrunni. Hver bítur í höndina sem fæðir hann? Meginspurningin nú er hvenær spænska ríkisstjórnin fer með betlistaf að nýju til Brussel. Stolt Spánverja hefur haldið aftur af þeim. Lítil samúð með þjóðum í stórvanda felst í að segja evruna hafa staðist áraunina. Ég vísa til föðurhúsanna að ég greini ekki rétt frá staðreyndum þegar ég segi evruna hafa fallið á prófinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar