Rétt meðhöndlun gaskúta tryggir öryggi Jón Viðar Matthíasson skrifar 28. september 2012 06:00 Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gas er bæði þarft og mikilvægt efni og er ekki hættulegt ef rétt er með það farið. Gas sem notað er til eldunar er svokallað F-gas sem er blanda af gastegundunum própani og bútani. F-gas er bæði lit- og lyktarlaust og þess vegna er blandað í það sterku lyktarefni svo fólk verði vart við gasleka. F-gas er töluvert þyngra en andrúmsloft og því leitar það niður á gólf ef það lekur út. Því er nauðsynlegt að staðsetja gasskynjara við gólf, eða í sökkli innréttinga, til að vara við gasleka. Það ætti að vera jafn sjálfsagt að setja upp gasskynjara og reykskynjara til að vara við reyk – ódýrari og einfaldari líftryggingu er varla hægt að fá. Mikilvægt er að hafa svokallaðan brotrofa á gaskútum sem lokar fyrir gasstreymi ef slangan frá kútnum gefur sig og skipta um slöngur í samræmi við kröfur framleiðenda, sem er u.þ.b. á fimm ára fresti. Loks er mikilvægt að merkja vel staði þar sem gaskútar eru geymdir svo hægt sé að tryggja öryggi fólks ef upp kemur eldur, en hægt er að fá slíka límmiða á flestum bensínstöðvum. Þegar skipt er um húsnæði og gaseldunarbúnaður er til staðar í því húsnæði er einnig rétt að kynna sér ástand þess búnaðar með aðstoð fagmanna. Ef fólk er með gaskúta sem það notar einungis yfir sumartímann, t.d. við grill eða í húsbíl, er hægt að leggja kútana inn hjá söluaðila yfir vetrartímann og kaupa nýja áfyllingu og kút næsta sumar. Ef fólk kýs hins vegar að geyma kútinn sjálft þarf að gæta þess að loka vel fyrir hann og finna honum vel loftræstan og læstan geymslustað, helst utandyra. Séu hylkin geymd innandyra þarf að tryggja nægilega loftræstingu bæði ofan til og við botn geymslunnar. Ef loftræsting er ekki nægjanleg geta hættulegar og súrefnissnauðar lofttegundir myndast. Til eru ýmsar útfærslur af sérstökum skápum fyrir gaskúta. Hægt er að fyrirbyggja slys með því að vanda vel uppsetningu gaseldunarbúnaðar og gaskúta, kynna sér hvernig best sé að standa að meðhöndlun og gæta þess að hafa eftirlitið í lagi. Ég hvet fólk því til að kynna sér öryggisatriði varðandi meðhöndlun og geymslu gaskúta, t.d. á heimasíðu Slökkviliðsins, www.shs.is, og nýta sér þekkingu fagmanna ef fara á í framkvæmdir.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun