Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Jón Þór Ólafsson skrifar 27. september 2012 06:00 Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta?
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun