Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis? Þorkell Helgason skrifar 20. september 2012 06:00 Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar