Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar 18. september 2012 06:00 Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun