Nýr milljarður í þróunarhjálp Össur Skarphéðinsson skrifar 18. september 2012 06:00 Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Heill milljarður til viðbótar verður settur í þróunarhjálp með því sem ég tel sögulegustu tillögu nýja fjárlagafrumvarpsins. Þróunarhjálp er okkar leið til að láta af höndum rakna til örsnauðs fólks í fátækustu ríkjum heims. Hún beinist ekki síst að mæðrum og börnum. Þróunarhjálp er meðal þeirra þátta sem ég hef lagt mesta áherslu á í starfi mínu sem utanríkisráðherra. Þess vegna gleðst ég einlæglega, eins og örugglega allir Íslendingar, yfir þessum sögulega áfanga. Sameiginlega hefur þróunarhjálp efnaðri þjóða leitt til þess að barnadauði í heiminum hefur snarminnkað. Egill Helgason benti á í nýlegum pistli á Silfursíðunni að 14 þúsundum færri börn deyja nú daglega en fyrir 20 árum. Íslendingar eiga örlítinn þátt í því kraftaverki – með stuðningi í gegnum þróunarhjálp og örlátt starf og framlög frjálsra félagasamtaka. Mæðravernd þar sem nánast engin var fyrir, eins og fæðingardeildirnar okkar í Malaví, sjúkrahús sem reist hafa verið eins og spítalinn sem ég afhenti fyrir Íslands hönd fyrr á árinu í Mangochi-héraðinu, fræðsla um hreinlæti og heilsuvernd, stóraukinn aðgangur að vatni sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á, og einfaldir hlutir sem okkur finnst dálítið undarlegir eins og útikamrar sem hafa verið greiddir af þróunarhjálp, hafa gjörbreytt lífi fjölmargra. Þjóðin stynur stundum undan því að Alþingi sé aldrei sammála um stóru hlutina. Því er ekki til að dreifa þegar þróunarmál eru annars vegar. Einum rómi samþykkti Alþingi í fyrra tillögu mína um áætlun um þróunarsamvinnu 2011-14, og vildi meira að segja hraða framlögunum. Samkvæmt þeirri áætlun á að verja 0,25% af landsframleiðslu til þróunarmála á árinu 2013. Til að standa við samþykkt Alþingis þurfti að bæta milljarði króna í þróunarhjálp. Það var áhlaupsverk en fyrir þeim milljarði er nú gert ráð í tillögum frumvarps til fjárlaga næsta árs. Þetta tryggir að Íslendingar geta staðið við loforð sín gagnvart fátækasta fólki heimsins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun