Milton Friedman og farvegur peninganna Guðmundur Edgarsson skrifar 1. september 2012 06:00 Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun