Hver bað um þetta? Sigurður Garðarsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði!
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar