Frostanótt gerir berin betri 30. ágúst 2012 07:00 Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu. Magnús Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir sjálfsagt að tína upp allt sem tilbúið er til uppskeru. En óþarfi sé að óttast að stöku næturfrost eyðileggi uppskeru haustsins, nema þau verði tíð og mikil. Hann segir tíðarfar síðustu ára hafa verið óvenjulegt. „Í Þykkvabænum var alltaf talað um að 13. september væri hættan á næturfrostum orðin veruleg, en það hefur breyst," segir hann. „Þau eru farin að koma fyrr. Öfgarnar eru orðnar meiri í veðurfarinu." Hann bendir á að með því fái plönturnar styttri tíma til að þroskast, en aftur á móti gera sólrík sumur eins og í ár það að verkum að gróðurinn vex mun hraðar. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki fátítt að byrji að frysta í lok ágúst. Hins vegar hafi þurrkar sumarsins gert það að verkum að uppskerubrestur geti orðið meiri hjá bændum en ella. Þá hafi liðið nokkur ár síðan það tók að frysta svona snemma, þar sem síðustu haust hafa verið tiltölulega hlý. Hún segir heitari tölur í kortunum fyrir helgina og næstu viku. „Það verður hiti bæði á degi og nóttu, svo hættan er frá í bili," segir Kristín. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira