Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2012 10:15 Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun