Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun