Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21. júní 2012 17:00 Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar