Réttlátara og betra samfélag Guðbjartur Hannesson skrifar 19. júní 2012 06:00 Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir nákvæmlega þrjú ár verður þess minnst að 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis. Það var einmitt 19. júní fyrir 97 árum sem Danakonungur undirritaði lög þessa efnis en kosningaaldur kvenna átti svo að lækka um eitt ár á ári niður í 25 ár til jafns við karla. Mörgum þótti sérkennilegt að gera þennan greinarmun á konum og körlum og skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ein helsta forystukona kvenréttindabaráttunnar, að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim. Meirihluti þingmanna lét þau orð sem vind um eyru þjóta og bar því við að konur skorti pólitískan þroska. Sennilega var hin raunverulega ástæða ótti við viðbrögð nýs kjósendahóps sem raskað gæti ríkjandi valdahlutföllum. Árið 1918 var 40 ára aldursákvæðið loks numið úr lögum en þó ekki fyrir tilstilli Íslendinga heldur að kröfu Dana. Á þessum tíma blésu mannréttindavindar um alla Evrópu eftir lok hrikalegrar heimsstyrjaldar en það þurfti að ýta við valdamönnum hér til að afnema þetta hlægilega ákvæði. Beita þarf vopnum sem bítaUm aldir giltu mismunandi lög um konur og karla hér á landi. Karlar höfðu nánast algjöran yfirráðarétt yfir konum og börnum og það tók meira en öld og mikla baráttu að tryggja konum og körlum jöfn lagaleg réttindi. Þá var eftir glíman við hefðirnar, kyngervin, verkaskiptinguna, launamisréttið, íhaldssemina og staðalmyndirnar að ógleymdu kynbundnu ofbeldi sem komst ekki almennilega á dagskrá fyrr en undir lok 20. aldar og enn er verk að vinna. Lagalegt jafnrétti dugir ekki eitt sér, meira þarf til í jafnréttisbaráttunni. Miklu skiptir að allir landsmenn taki verkefnið alvarlega og beiti þeim vopnum sem duga. Margt hefur áunnist eins og sést á því að undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið í efsta sæti á lista World Economic Forum yfir kynjajafnrétti í heiminum. Þar eru einkum mæld fjögur svið þar sem verulega reynir á jafnrétti kynjanna en það eru menntun, kyn og völd, heilbrigðismál og staða á vinnumarkaði. Gerum góðan árangur betriGóður árangur okkar gæti samt verið betri. Okkar veiki hlekkur er staðan á vinnumarkaði, einkum launamunur kynjanna og skarður hlutur kvenna í áhrifa- og stjórnunarstöðum fyrirtækja og stofnana. Það síðartalda stendur til bóta því á næsta ári ganga í gildi lög sem gera kröfur um að hlutur hvors kyns um sig sé ekki minni en 40% í stjórnum hlutafélaga, einkahlutafélaga og lífeyrissjóða. Konum hefur þegar fjölgað verulega í stjórnum lífeyrissjóða en um 55% fyrirtækja þurfa að bæta konu eða konum í stjórnina nema hvað eitt fyrirtæki þarf að bæta við karli. Alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföllin. Launajafnrétti kynjanna hefur aftur á móti reynst afar erfitt viðureignar, ekki bara hér heldur í öllum ríkjum OECD. Árið 1961 voru sett lög um launajafnrétti kynjanna hér á landi og var hugmyndin sú að jafna launamuninn á sjö árum með launahækkunum til kvenna. Enn í dag mælist launamunurinn á bilinu 7–16% eftir því hvaða breytur og hópar eru skoðaðir en í löndum Evrópusambandsins er hann að meðaltali rúm 16%. Vonbrigðum veldur að nýjustu kannanir á tilteknum hópum benda til þess að kynbundinn launamunur sé nú heldur að aukast á ný hér á landi. Jafnlaunastaðall kynnturÞað er ánægjulegt að geta í dag kynnt til sögu svokallaðan jafnlaunastaðal sem unnið hefur verið að undanfarin ár í samræmi við bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga frá árinu 2008, undir styrkri stjórn Staðlaráðs Íslands. Vonandi verður hann öflugt tæki í baráttunni við launamisrétti kynjanna en markmiðið er að fyrirtæki og stofnanir sjái sér hag í að innleiða staðalinn við launaákvarðanir, noti hann sem leiðarvísi og geti ef rétt er á málum haldið fengið vottun uppfylli þau kröfur staðalsins um launajafnrétti kynjanna. Frumvarp til laga um staðalinn fer nú í opið kynningar- og umsagnarferli og ætti að komast í notkun fyrir lok þessa árs. Við höfum í þrjú ár mælst standa okkur best ríkja hvað varðar jafnrétti kynjanna samkvæmt mælikvörðum Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við eigum að gera allt sem við getum til að halda því sæti, vera góðar fyrirmyndir fyrir aðrar þjóðir um leið og við gerum okkar samfélag réttlátara og betra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar