Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun