Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla? Valgerður Húnbogadóttir skrifar 15. júní 2012 06:00 Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. Þessar ákvarðanir hafa þó oft mikil áhrif á Íslandi. Þá leiddi nýleg skýrsla í Noregi það í ljós að þar væri búið að innleiða um ¾ hluta af regluverki ESB og Noregur væri því í raun jafnmikill þátttakandi í ESB og sum ríkjanna innan ESB. Það sama má í raun segja um Ísland þó ómögulegt sé. Það má þó sem dæmi nefna að Írland og Bretland eru ekki þátttakendur í Schengen samstarfinu en hafa þó aðgang að fundum er varða samstarfið á sama hátt og Ísland og Noregur sökum aðildar að ESB. Kannski er hægt að halda því fram að það sé ekki nógu góð ástæða fyrir aðild að við séum hvort eð er það miklir þátttakendur í ESB nú þegar, en það er allavega umhugsunarvert. Í Húsi Noregs (Norway House) í Brussel fyrir nokkru kynnti Fredrik Sejersted, höfundur norsku skýrslunnar, skýrsluna sjálfa. Hann útskýrði meðal annars að EES rétturinn væri afar veigamikill í viðskiptalífi Noregs og ég vil meina að það sama megi segja um Ísland enda snertir hann nánast öll svið íslensks samfélags. Á hverjum degi hefur ESB og EES áhrif á líf okkar. Hversu lengi við megum vinna, hversu lengi rútubílstjórinn má keyra án þess að taka sér hvíld, hvaða mat við megum ekki borða, hvaða leikföng börnin okkar mega ekki leika sér mér, hvaða tóbaks við megum ekki neyta, í hvaða löndum við megum vinna og svona mætti lengi telja. Sejerstad benti á að engu að síður væri að finna litlar sem engar upplýsingar um EES og ESB í skólabókum í Noregi og það er í raun ekki á kennsluskrá fyrr en á háskólastigi og þá eingöngu í fögum tengdum EES og ESB. Sejersted velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri að finna upplýsingar um EES í skólum landsins og ekki einu sinni í Handelsgymnasiet (samsvarar Verslunarskóla Íslands). Ef áhugi á aðild að ESB er skoðaður á Íslandi og Noregi virðist stuðningur hærri meðal þeirra sem hafa menntun eða starfsreynslu á sviði ESB. Skyldi það vera vegna þess að þessir aðilar sjá hag sínum betur borgið gerist Ísland aðili að ESB eða eru þeir orðnir heilaþvegnir? Að mínu mati er ástæðan sú að þeir séu upplýstari um hömlurnar sem fylgja því að vera takmarkaður innan landamæra eins lands. Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur. Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni „Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu. Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. Þessar ákvarðanir hafa þó oft mikil áhrif á Íslandi. Þá leiddi nýleg skýrsla í Noregi það í ljós að þar væri búið að innleiða um ¾ hluta af regluverki ESB og Noregur væri því í raun jafnmikill þátttakandi í ESB og sum ríkjanna innan ESB. Það sama má í raun segja um Ísland þó ómögulegt sé. Það má þó sem dæmi nefna að Írland og Bretland eru ekki þátttakendur í Schengen samstarfinu en hafa þó aðgang að fundum er varða samstarfið á sama hátt og Ísland og Noregur sökum aðildar að ESB. Kannski er hægt að halda því fram að það sé ekki nógu góð ástæða fyrir aðild að við séum hvort eð er það miklir þátttakendur í ESB nú þegar, en það er allavega umhugsunarvert. Í Húsi Noregs (Norway House) í Brussel fyrir nokkru kynnti Fredrik Sejersted, höfundur norsku skýrslunnar, skýrsluna sjálfa. Hann útskýrði meðal annars að EES rétturinn væri afar veigamikill í viðskiptalífi Noregs og ég vil meina að það sama megi segja um Ísland enda snertir hann nánast öll svið íslensks samfélags. Á hverjum degi hefur ESB og EES áhrif á líf okkar. Hversu lengi við megum vinna, hversu lengi rútubílstjórinn má keyra án þess að taka sér hvíld, hvaða mat við megum ekki borða, hvaða leikföng börnin okkar mega ekki leika sér mér, hvaða tóbaks við megum ekki neyta, í hvaða löndum við megum vinna og svona mætti lengi telja. Sejerstad benti á að engu að síður væri að finna litlar sem engar upplýsingar um EES og ESB í skólabókum í Noregi og það er í raun ekki á kennsluskrá fyrr en á háskólastigi og þá eingöngu í fögum tengdum EES og ESB. Sejersted velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri að finna upplýsingar um EES í skólum landsins og ekki einu sinni í Handelsgymnasiet (samsvarar Verslunarskóla Íslands). Ef áhugi á aðild að ESB er skoðaður á Íslandi og Noregi virðist stuðningur hærri meðal þeirra sem hafa menntun eða starfsreynslu á sviði ESB. Skyldi það vera vegna þess að þessir aðilar sjá hag sínum betur borgið gerist Ísland aðili að ESB eða eru þeir orðnir heilaþvegnir? Að mínu mati er ástæðan sú að þeir séu upplýstari um hömlurnar sem fylgja því að vera takmarkaður innan landamæra eins lands. Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur. Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni „Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu. Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar