Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Hjalti Andrason skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar