Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 06:00 Karen og stöllur hennar náðu engum takti í sóknarleikinn. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim." Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim."
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni