Guðlaugur Gauti leiðréttur Ingólfur Þórisson skrifar 1. júní 2012 06:00 Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 31. maí um nýjan Landspítala. Það er ekki mitt að finna að stílbrögðum annarra. Ég tel þó nauðsynlegt að leiðrétta Guðlaug Gauta því hann gefur sér rangar forsendur og dregur af þeim stóryrtar fullyrðingar. Guðlaugi Gauta er tíðrætt um aukna umferð og áhrif af henni á umhverfið. Nú er það svo að bygging nýs Landspítala felur aðallega í sér að flytja starfsemi Landspítala úr Fossvogi og sameina hana annarri starfsemi Landspítala við Hringbraut. Áhrif af þessum flutningi á umferð eru hverfandi, en þetta hefur komið skýrt fram í rannsóknum á umferð og ferðavenjum starfsfólks. Sem dæmi mun umferð um Miklubraut vestan Lönguhlíðar aukast um 2,8% á sólarhring og um 2,1% um Bústaðaveg vestan Lönguhlíðar. Sú staðreynd að starfsmenn spítalans eru fyrr á ferð til vinnu en flestir aðrir borgarbúar hefur í för með sér að áhrifin eru enn minni en ella. Þá eru komur sjúklinga og gesta á Landspítala dreifðar yfir daginn og falla minnst á annatíma í umferðinni. Landspítali liggur vel við almenningssamgöngum, en sjö strætisvagnaleiðir fara hjá lóðinni. Þá er gott göngu- og hjólastígakerfi að lóðinni. Um helmingur starfsmanna býr þannig að hann getur hjólað eða gengið á 14 mínútum eða skemmri tíma til vinnu. Guðlaugur Gauti fellur í þá gryfju að taka trúanlega vitleysu sem hann hefur séð á bloggi á netinu. Hann fer að bera saman Smáralind við spítalabyggingar. Það eru ekki fagleg vinnubrögð. Bera verður saman álíka byggingar, enda er verslunarmiðstöð allt öðruvísi bygging en spítali. Staðreyndin er að sú framkvæmd sem á að fara að bjóða út núna er um 75.000 m2 sjúkrahúsbygging og nota á áfram 53.000 m2 af eldri byggingum. Byggingarmagn á lóðinni verður áþekkt því sem menn þekkja vel úr miðbæ Reykjavíkur og hæðir bygginga verða 4-6 hæðir sem sömuleiðis er algengt í miðbænum. Guðlaugur Gauti er ekki hrifinn af staðarvalinu án þess að benda á annan stað. Vissulega er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu sammála um hvar spítalinn skuli standa. Enda hefur staðarval hans verið rækilega ígrundað og rannsakað og niðurstaðan ávallt verið sú að Hringbraut sé langbesti kosturinn. Nokkur rök vega þyngst varðandi uppbygginguna við Hringbraut:Hagkvæmasti kosturinn fjárhagslega – eldri byggingar nýttar áfram.Góð tenging við almenningssamgöngur.Hverfandi áhrif á umferð (2-4%).Nálægð við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans. Guðlaugur Gauti telur upp aðferðafræði, svo sem hagkvæmnimat, sem ætti að nota við mat á byggingu nýs Landspítala. Hér hefði arkitektinn átt að kynna sér betur ítarlegan undirbúning verkefnisins áður en hann skrifaði greinina. Hagkvæmnimat hefur verið gert í tvígang af erlendum sérfræðingum. Allar þessar greiningar eru opinber gögn sem eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins nyrlandspitali.is.
Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) 31. maí 2012 06:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar